Rakel bloggar

 

Hið ljúfa líf

Átti góðan dag í miðborginni. Þáði heimboð samstarfskonu minnar ásamt nokkrum öðrum konum. Þó þetta hafi verið heimsborgaraboð (þá má dreypa á léttvíni um miðjan dag) fór ég á bílnum með klink í poka til að setja í stöðumælinn.

Veðrið var yndislegt, heitt og sólríkt og við sátum úti á stórum svölum og spjölluðum fram eftir degi. Fengum gott að borða og þeir sem vildu - nóg að drekka!

Ég hafði ekki sett nógu mikið í stöðumælinn fyrir allan daginn svo ég skokkaði að bílastæðinu til að bæta í. Mundi þá eftir Reykjavíkurmaraþoninu sem nálgast óðum - ææ! Fer sennilega bara sömu vegalengd og í fyrra!

Það er frábært að fara í svona heimsóknir. Og maður þarf ekkert að vera orðinn gamall til að njóta svona daga.

Maður þarf bara að vera kennari!


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
25.07.2007 10:33:31
Gamall kennari er þá toppurinn!!
Þetta lagði GHF í belginn
27.07.2007 13:59:01
Nú fyrrum kennari er ekkert verra!
Þetta lagði Sverrir í belginn