Rakel bloggar

 

Gamla Rif

Við skelltum okkur í heimsókn til Siggu frænku minnar í hádeginu á laugardaginn. Þrándur átti afmæli og þar sem framkvæmdir við svalirnar á húsinu okkar töfðust framyfir helgi, ákváðum við að láta slag standa og bruna vestur.

Drengirnir voru búnir að vera smjög spenntir og ekki spillti nú fyrir gleðinni þegar við vorum allt í einu komin á áfangastað!! "Váaaá! Svona miklu styttri ferð en á Vestfirðina!!!"

Í tilefni afmælisins fórum við beint á kaffihúsið Gamla Rif - en frænka mín opnaði það í vor í félagi við aðra konu á Rifi.  Ég var búin að fylgjast með framkvæmdunum í huganum - en það jafnast ekkert á við að sjá með eigin augum!!! Við vorum öll gjörsamlega heilluð af þessu litla kaffihúsi þar sem hægt er að fá dýrindis súpu (sem við prófuðum.....mmmmmm!) auk kaffibrauðs og ýmissa kaffitegunda. Aðsóknin hefur líka verið góð og greinilegt að fólk kann að meta það að setjast inn á svona huggulegan stað í sveitasælunni og njóta góðra veitinga. Hvet ykkur til að koma þar við ef þið eigið leið vestur í sumar.

 Veðrið var yndislegt allan tímann....og nú verður sett trukk í það að klára að gera við handriðið á svölunum og mála yfir veggina áður en við leggjum af stað í næsta ferðalag! Þetta styttist!


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
23.07.2007 00:04:43
Á bara að taka tjaldvagninn með stæl eða er hann ekki með í ferðalögunum. Skil ekki fólk sem hefur ekki gaman af tjaldútilegum. Góða ferð í næstu ferð!!!
etta lagi Særún belginn
23.07.2007 00:16:54
Tjaldvagninn var heima.....
etta lagi Rakel belginn
04.08.2007 21:47:51
Elsku frænka takk fyrir falleg orð. gæti ekki fengið betri auglýsingu. Ertu á lausu til að semja texta við auglýsingar fyrir næsta sumar ???
Ps það þarf ekki tjaldvagn þégar farið er í heimsókn á Rif það er alltaf pláss í Siggukoti.

etta lagi Sigga frænka belginn