Rakel bloggar

 

Klukkuð á netinu

Hún Særún klukkaði mig og þá skil ég það þannig að ég eigi að skrifa um mig 10 staðreyndir! Hér koma þær:

1) Ég hef það að mörgu leyti mjög gott

2) Ég þyrfti þó að fá hærri laun fyrir ævistarfið

3) Ég hef ekki verið gefin fyrir að sofa í tjaldi - hingað til

4) Mér finnst mjög gaman að borða góðan mat í góðra vina hópi

5) Mér gengur því miður betur að semja um ýmislegt við annarra manna börn heldur en við mín eigin..

6) Ég ætla sko að halda veislu þegar ég verð 40 ára!!

7) Mér finnst gaman að fara til annarra landa

8) Ég geri jafnframt allt of lítið af því að fara til útlanda!!

9) Ég á eiginmann sem er mjög liðtækur við heimilishaldið

10) Ég bý nákvæmlega á þeim stað í bænum sem mig hefur dreymt um að búa á !!!!!!

 

Nú ég geri eins og Særún gerði.......skora á Sverri, Iggu, Sigurrós og Mörtu að bregðast við klukki!


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
19.07.2007 23:48:02
Þegar ég sá færslutitilinn á listanum á betra.is þá sýndist mér fyrst standa "Klikkuð á netinu" og fannst það alveg ganga líka ;) hehe

Ég skal taka klukkinu en það kemur hugsanlega ekki inn fyrr en eftir helgi.
etta lagi Sigurrós belginn
20.07.2007 00:33:25
Takk
Takk frænka fyrir að grípa klukkið. Sjáumst vonandi eitthvað á næstunni, þó ekki í ræktinni alveg strax.
etta lagi Særún belginn
27.07.2007 13:56:17
Já,þetta er eitthvað nýtt. Ég verð að fá Iggu til að gera þetta fyrir mig, svona til þess að halda þessu á jörðinni;-)
etta lagi Sverrir belginn