Rakel bloggar

 

Komin heim aftur...og aftur!

Jæja, nú er liðinn langur tími síðan ég hef skrifað og við Sölvi komin heim fyrir 5 dögum síðan. Við höfðum það ágætt í útlöndum og erum að mestu búin að jafna okkur á kuldanum og vætunni sem hrjáði okkur allan tímann í ferðalaginu.

Við fórum nú samt í Tívolí, á Bakken í Dýragarðinn í Köben, á hjólabáta, keilu og í laser tag, en ég var fegin að við vorum að heimsækja ættingja sem gátu lóðsað okkur á þessa skemmtilegu staði því á heimleiðinni hitti ég fólk sem hafði leigt sér sumarhús og var hálf uppgefið á þessu öllu saman. Regnið á þessum tíma var heldur ekki normalt!!!!!!

Það virðist þó vera liðinn langur tími frá ferðalaginu því einum degi eftir heimkomuna fórum við vestur á Barðaströnd á ættarmót. Við höfðum í nokkurn tíma hugsað okkur að eignast tjaldvagn til þannig ferðalaga en ekki verið búin að gera alvarlegar ráðstafanir í þá átt þó ég hafi nú auglýst eftir einum hér á síðunni!!

En góðir hlutir gerast hratt og nú var bara einn dagur til stefnu! Rebekka frænka kom í heimsókn þennan dag og vissi um tvo vagna sem væru hugsanlega til sölu. Ég bað hana að kanna verð og gæði sem og hún gerði. Til að gera langa sögu stutta vorum við komin á Selfoss strax um kvöldið þar sem amma og afi Reynis, manns Rebekku búa, og kaupa af þeim mjög vel með farinn tjaldvagn - tilvalda tegund fyrir okkur!

Vestur fórum við með "nýja" vagninn og lentum í þvílíkri brakandi blíðu að annað eins hefur varla gerst á mótum sem þessum. Við fjölskyldan erum bara ekki vön þessu enda pökkuðum við okkur svo vel inn fyrstu nóttina að við lá að við "yrðum inni! Þrándur þurfti bókstaflega að hlaupa út um morguninn til að ná andanum. (Við erum að tala um : síðar, rúllukragapeysur, ullarsokka, ofan í svefnpoka með sæng og flísteppi yfir!!)

Við framlengdum ferðina um eina nótt - og það hef ég aldrei gert áður í útilegu! Kannski er nýtt tímabil hafið í mínu lífi - hver veit!!

ps. Mér finnst samt voða notaleg tilhugsunin um hjólhýsin með tvíbreiðu rúmunum, gaseldavélunum, klósettunum og sturtunni...


Leggja orð í belg
6 hafa lagt orð í belg
18.07.2007 11:56:34
Til lukku með nýja vagninn! Vonandi fær hann sama veður á næsta ættarmóti. Hjólhýsin eru örugglega góð til síns brúks en ég held að það hljóti nú að vanta aðeins upp á "útilegufílinginn". Hann felst nú að hluta til í því að vera örlítið berskjaldaður fyrir veðri og vindum og vera niðri á jörðinni. Svo er mér sagt að það nenni enginn að nota þessar sturtur, miklu einfaldara að skreppa bara í sundlaugina, enda eru þær í hverju "krummaskuði" nú til dags. Kveðja.
Þetta lagði Nína í belginn
18.07.2007 16:07:45
Velkomin heim!
Hef saknað þín hérna á netinu, þú ert alltaf svo dugleg að skrifa og kommenta sjálf að maður tekur svo sannarlega eftir því þegar þú hverfur svona lengi!
Við Arna vorum svo að ræða hvort Henríettur þyrftu ekki fljótlega að fara að hittast...?
Þetta lagði Sigurrós í belginn
18.07.2007 21:14:39
Aðeins meira
Ætlaði eiginlega að skrifa aðeins meira í morgun. Draumasumarfríið er auðvitað útilega á Barðaströnd í veðri eins og hefur verið undanfarið (jafnvel þó það sé ekki alveg svona gott) en ég sé nú ekki fyrir mér að af því geti orðið þetta árið. Er ekki annars komið tjaldstæði hjá frænda þínum í Litluhlíð með "aðstöðu" og fíniríi? Kveðja, sérdeilis til Húsavíkur
Þetta lagði Nína í belginn
18.07.2007 22:10:19
Tek undir með Sigurrósu! Búin að sakna þín í daglegum bloggrúntum :)
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
18.07.2007 23:49:48
Gott að heyra frá ykkur líka....
Þetta lagði Rakel í belginn
18.07.2007 23:55:19
er farin að sakna ykkar allra - enda missti ég af síðasta hitti. Slotið ekki enn reddí fyrir ykkur en styttist í það ;)
(ps. Barðaströndin er fallegust og flottust og fínust!!)
Þetta lagði Marta Málningardolla í belginn