Rakel bloggar

 

Ekkert stress - bless!

Já mín birtingarmynd á stressi er að ég fer að gera alls kyns hluti sem skipta ekki máli fyrir það sem stressar mig.

Til að mynda bíður ferðataskan tilbúin niðri - það á bara eftir að pakka í hana.

Þá fór ég að lesa blöðin, nokkur tímarit átti ég ólesin og svo þurfti að sópa grasið úr tröppunum upp í stofu. Alltaf þarf að borða með reglulegu millibili og máltíðir renna í eitt á svona dögum - bara dustað af diskunum á milli.

Nú tek ég mig taki og byrja að pakka.

Ójá! Fyrir þá sem ekki vissu þá erum við Sölvi að fara í heimsókn til Olgu og Alexöndru í Malmö. Við tökum kaffivélina á morgun og komum heim með kaffivélinni þann 11. júlí!

Mér finnst ennþá spennandi að fara í fríhafnir og tívolí! JúhÚ!!!!! Money mouth


Leggja or belg
10 hafa lagt or belg
27.06.2007 18:44:01
Góða ferð - alveg sammála þér með fríhafnir og tívolí!
etta lagi Marta belginn
27.06.2007 19:03:48
Takk!
Nú velkist ég í vafa um praktísku atriðin. Hvað þarf strákur mörg pör af sokkum í útlöndum? Þarf ég ekki örugglega 10 boli fyrir 12 daga? Skyldi Olga ekki eiga hárblásara?

Þetta er nú ástæðan fyrir því að ég hef ekki ennþá labbað Lónsöræfin!
etta lagi Rakel belginn
27.06.2007 20:08:53
bara koma hér er allt til. Lítið notaður hárblásari árgerð 95 eða eldri, virkar! Nóg av sokkum annars vonumst við til að þið getið verið berfætt mest allan tíman :)
etta lagi olga belginn
27.06.2007 20:18:56
Góða ferð!
Skemmtið ykkur vel í Malmö :)
etta lagi Sigurrós belginn
27.06.2007 21:20:19
Já þessar fríhafnir taka sinn toll!!En jæja tívolíð er rosa skemmtilegt og alveg nóg um að vera þar:) Þú átt eftir að vera á spani með hann Sölva þinn í tækjunum...og kannski spurning hver er barnið þá:):)
knús og góða ferð, vildi svo alveg fara með þér, nema bara í flugvélina....:/
kíkjum á þig þegar þið komið tilbaka:)
Kveðja Helga og allir á Miklubraut
etta lagi Helga Steinþórs........ belginn
28.06.2007 08:13:46
Góða ferð!
Bestu kveðjur til Malmö!
etta lagi Nína belginn
29.06.2007 00:27:55
Bless..ekkert stress
þið eruð væntanlega komin út núna og allt stress búið vona ég.
Bið bara að heilsa mæðgunum og hlakka til að sjá ykkur þegar þið komið heim.
etta lagi Rebekka belginn
01.07.2007 01:24:12
..vona að þið séuð komið út og hafið skilið alla sokkana eftir heima :)
etta lagi Marta belginn
02.07.2007 08:57:41
Ójá fríhafnir eru æði og ég missti mig aðeins þar í gær... en það er bara gaman þegar lítið er keypt í útlöndum og sérstaklega þegar maður veit ekki hvenær maður kemur þangað næst. Tívolíin eru ágæt vegna mannlífsins. Hafðu það gott hjá frænku, bestu kveðjur
etta lagi Særún belginn
11.07.2007 22:21:51
Frétti af ykkur á Bakken degi á undan okkur, fúlt að hitta ykkur ekki, rákumst á Ástu Sól og Adda á Strikinu svo það voru margir úr familíunna á faraldsfæti á sama tíma.
etta lagi Bryndís belginn