Rakel bloggar

 

Tjaldvagn óskast

Mig langar í hjólhýsi með sturtu og klósetti og tveimur tvíbreiðum rúmum.

Ætla samt frekar að reyna að eignast tjaldvagn - notaðan meira að segja!!

Veit einhver um vel með farinn tjaldvagn til sölu..... sem 5 geta með góðu móti gist í?

Hvar eru allir vagnarnir sem fólk þarf að losa sig við af því að það er að kaupa hjólhýsi með sturtu, klósetti og tveimur tvíbreiðum rúmum?


Leggja or belg
5 hafa lagt or belg
26.06.2007 10:00:06
Mér leiðast útilegur. Er að fara í eina á fimmtudaginn og er farið að kvíða fyrir...
etta lagi Marta belginn
26.06.2007 16:23:47
Þú ættir að tala við hann bróður okkar hann gæti ábyggilega selt þér sinn, hann getur hvort sem er ekki dregið vagninn á þessum hestum sínum :-)... eða hvað?
etta lagi Sverrir belginn
26.06.2007 20:52:56
Til sölu jarpur klárhestur með tölti. Fínn í ferðalög. Möguleiki á að láta fylgja með tjald. Upplýsingar á Akureyri.-------Var að ná í vagninn í gær, hef reyndar ekki notað hann í tvö ár en það fer nú að breytast....það er alltaf séns að fá hann lánaðann.
etta lagi Friðgeir belginn
26.06.2007 22:07:20
Ég hef böggað Möggu vinkonu hér í bænum...ætti kannski að hafa einn til að bögga fyrir norðan!?! Kannski verra þegar við förum á sömu ættarmótin!!
etta lagi Rakel belginn
20.07.2008 18:26:22
Tjaldvagn til sölu
Hef til sölu vagn, Trigano, '91, ákaflega vel með farinn og í góðu standi. Svefnpláss fyrir amk 4. Stórt fortjald fylgir.
Er á Selfossi. Gjörðu svo vel að hafa samband þegar þú vilt.
ÓliTh.
etta lagi Ólafur Th Ólafsson belginn