Rakel bloggar

 

Íþróttalífið

Snemma á föstudagsmorgun fór Sölvi með rútu upp á Skaga til að keppa á fótboltamóti. Þrándur fór með enda þjálfari flokksins! Ég og hinir synirnir tveir fórum síðar því Aron var að keppa hérna í bænum til hálf átta um kvöldið.

Ég er ekki mikil tjaldmanneskja og reyni því frekar að stilla slíkum uppákomum í hóf. Hafði því samband við nöfnu mína og vinkonu og fékk hjá henni gistingu með góðum fyrirvara. Fékk þar af leiðandi nýlagað kaffi á morgnana og góða sturtu til afnota!

Sölvi stóð sig mjög vel á mótinu ásamt sínum liðsmönnum og skoraði m.a. "þrennu" í einum leiknum og var nokkuð ánægður með!!

Við drifum okkur svo í bæinn í dag og beint á völlinn í Vikinni þar sem Aron var aftur að keppa!

Já það kom að því að maður fór að "stunda" íþróttir!! Kiss


Leggja or belg
Enginn hefur lagt or belg!