Rakel bloggar

 

Karips of the píano 3

Já og ekki má gleyma seinni helmingi sautjándans!

Synirnir tveir sem ekki fóru á hátðíðahöldin í Kópavogi fengu líka sína sinningu á þjóðhátíðardaginn! Við fórum saman að sjá mynd númer 3 um sjóræningjana.

Ég neyddist til að fara með þar sem Sölvi er ekki búinn að ná "réttum" aldri. Við fórum á sýninguna klukkan 5 og sluppum ekki út fyrr en 3 klukkustundum síðar!!!!!!!

Ég hélt að ég myndi krókna úr kulda í salnum því loftræstingin var vel í lagi og komum inn léttklædd úr sólinni. Ég var í þunnri peysu með hettu og setti á mig hettuna í myrkrinu til að halda betur á mér hita - myndin var því miður ekki þess eðlis að hún fengi mig til að gleyma kuldanum...............

Örugglega verið skondin sjón að sjá kreppta og skjálfandi konu með hettu að deyja úr leiðindum á sjóræningjamynd!!!


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
17.06.2007 22:27:42
Þetta minnir mig nú á þegar Theó vinkona mín og ég tókum okkur leigubíl á Ibiza og ókum dágóða stund til að skella okkur í bíó, vorum síðan að krókna úr kulda þar sem við sátum á hlýrabolum í loftkældu kvikmyndahúsinu og fórum aftur út eftir korter ;)
etta lagi Sigurrós belginn
18.06.2007 08:56:02
Til lukku með nýja bloggið. "Orðabelgur" er algjör snilld, miklu betri en "athugasemdir" o.þ.h. Ég fer venjulega inn á bloggsíður af ættarsíðunni okkar og nú þarf umsjónarmaður hennar að tengja nýju síðuna þína beint svo ekki þurfi að hafa viðkomu á þeirri gömlu. Kveðja.
etta lagi Nína belginn
18.06.2007 13:38:51
Það var líka skítakuldi þegar ég fór að sjá hana. Sjóorrustan var flott...
etta lagi Marta belginn