Rakel bloggar

 

Sautjándinn

Var nú búin að skrifa færslu í gær eftir kvennahlaupið.......en hún hefur greinilega bara týnst!!

En dagurinn í dag var fallegur og ákváðum við því að gera eitthvað með börnunum eins og foreldra er siður. Fólksfælni okkar vegna langaði okkur ekki í miðbæ Reykjavíkur en freistuðumst til að halda í Kópavoginn í þeirri von að upplifa sama mun og að hlaupa Kvennahlaupið í Mosfellsbænum.

Aron og Sölvi vildu nú alls ekki koma með í ferðina en Elmar hafði áhuga á því sem dagskráin bauð upp á svo við skelltum okkur af stað.

Við festumst áður en við vissum í umferðarteppu við sundlaugina og keyrðum því hægt í stóran sveig og lögðum fyrir utan hjá ömmu minni og afa sem búa á Kópavogsbraut.

Þegar við komum á Rútstúnið þá uppgötvaði Þrándur að peningaveskið var ekki í vasanum - eins og það átti að vera. Eftir hringingu heim í synina - sem leituðu bæði úti og inni, sem og eitt labb til baka að bílnum og aftur á túnið voru góð ráð dýr.

Elmar horfði á fyrsta atriðið á sviðinu en ákvað svo að taka eitt af sínum frægu frekjuköstum svo hinir staðföstu foreldrara yfirgáfu svæðið með drenginn óða í eftirdragi.

Sem ég segi - það er fínt að vera með börnin á svona uppákomum þegar þau eru í kerru................og sofa!!


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
17.06.2007 22:26:10
Nei sko, við höfum þá báðar verið á Rútstúninu? :)
etta lagi Sigurrós belginn
18.06.2007 13:37:05
Uss, ég klikkaði á þessu eina ferðina enn og fór í mannþröngina í miðbæ Reykjavíkur - þrátt fyrir þrengslafóbíu okkar hjóna.. Stubbalingur stóð sig ágætlega en þetta er eitthvað sem maður gerir bara á 10 ára fresti!
etta lagi Marta belginn
18.06.2007 15:05:53
Ég hafði vit á því að halda mig heima þrátt fyrir að vera með barn sem sefur í vagninum.... Tek út fyrir troðning!
etta lagi Margrét Arna belginn