Rakel bloggar

 

Hlaup......ekki Haribo!

Jæja þá er ég búin að heimsækja Álafosskvosina í ár. Hlakka alltaf til að koma að þeim stað á hlaupaleiðinni. Það er eins og að vera nokkrar sekúndur (því ég hleyp svo hratt) í litlu þorpi í útlöndum - er reyndar viss um að gera mætti staðinn enn huggulegri án þess að skemma þetta saklausa útlit.

Ég náði markmiði mínu.....að stoppa ekkert til að labba á leiðinni. Skrýtið hvernig maður yfirvinnur þörfina til að stoppa eftir vissan tíma og þá tekur þrjóskan við og maður vill ekki skemma markmiðið rétt undir lokin.

Reyndar lenti ég í atviki sem dreifði huganum svolítið um tíma. Á miðri leið kom nefnilega laus hundur beint á móti mér á hlaupaleiðinni. Ég var með treyju bundna um mittið og hún flaksaði svolítið til í vindinum. Hundinum leist greinilega vel á þetta og ákvað að elta mig og reyna að ná í treyjuna!! Eigandinn náði að góma dýrið áður en til þess kom - og ég hélt mína leið.

Sjálf er ég ekkert sérlega hundahrædd manneskja, en varð hugsað til einnar sem ég þekki sem hefði í þessu tilfelli annaðhvort sett hraðamet í hálfmaraþoni - eða farið heim í sjúkrabíl!!!!

Jæja nú þurfum við að fara að undirbúa okkur fyrir brúðkaup sem við förum í dag. Til að gera það nú örlítið fyrirkvíðanlegt, þá tók ég að mér að syngja eitt lag sem mágur minn spilar í veislunni! Æ það hlýtur að lukkast!


Leggja orš ķ belg
Enginn hefur lagt orš ķ belg!