Rakel bloggar

 

Kvennahlaupið

Jæja þá er komið að kvennahlaupinu eitt árið enn! Það eru komin nokkur ár síðan ég tók fyrst þátt í Garðabænum og fannst einmitt furðulegt að kalla þetta "hlaup" þar sem það var gjörsamlega vonlaust að hlaupa nokkurn skapaðan hlut!!!

Fyrir  nokkrum misserum komst ég ekki í hlaupið á þeim tíma sem það var í Garðabæ, en sá að í Mosfellsbænum var hlaupið fyrir hádegi. Ég skellti mér í sveitina....alein.... með öllum hinum konunum sem voru búnar að fatta þetta......og hef hlaupið þar æ síðan. Þar er nefnilega hlaupið í einhverju fallegasta umhverfi sem finnst "innanbæjar" hér nágrenninu...og maður getur hlaupið (skokkað).

Formið er nú ekki upp á það besta núna, en ef einhver vill slást í för með mér í ár og skokka í fallegu umhverfi klukkan 11 í fyrramálið þá væri það bara gaman og skemmtilegt!! Gjaldið er hægt að greiða á staðnum og sjaldnast mikil röð. Ég hef undanfarið hlaupið næststystu vegalengdina....það er til að sjá meira af fallega umhverfinu  - sem menn hafa nú verið að deila svolítið um núna síðustu mánuði!!

Hver ætlar að slá til....?????


Leggja or belg
4 hafa lagt or belg
15.06.2007 20:47:24
Held ég verði bara með þér í huganum, Rakel mín... Eina hlaupið sem vekur áhuga minn er frá Haribo ;)
etta lagi Sigurrós belginn
15.06.2007 22:29:04
Var einmitt búin að sjá ykkur mæðgur fyrir mér...allavega í Garðabænum. Ég á auðvitað bara stráka svo ég er alltaf ein.....

etta lagi Rakel belginn
16.06.2007 20:27:48
Til hamingju með síðuna.
Það er ekkert svona hlaup hér í sveitinni þannig að við fórum bara út í sjoppu og keypum okkur hlaup... í poka:-)
etta lagi Sverrir belginn
17.06.2007 18:07:16
Til hamingju með flottu síðuna þína Rakel, fín mynd af þér í kennara stellingunum. Sigurrós er allgjör snillingur og Jói örugglega líka. Ég hljóp ekki í ár eins og öll síðustu ár.. nú hleyp ég á milli borða og um eldhúsið á meðan ég baka og baka fyrir kaffihúsið mitt. Nú sannast orðatiltækið góða: Sjaldan sést matur er Sigríður sefur ;)
etta lagi sigga frænka belginn