Rakel bloggar

 

Búið!

Þá eru vorferð og eitt fertugsafmæli að baki. Allt fór þetta fram í ljóma og jafnvel í sóma!

Óvissuferðin okkar endaði á Hótel Geysi eftir að hafa komið við á pallinum hjá Indu í Hveragerði og í tómataræktun á Flúðum. Veðrið lék við okkur og kannski einum of því ég fór svo vel klædd að ég þurfti að fara úr úlpunni vegna hita...og gleymdi henni svo á veitingastaðnum. Mæðgurnar Helga og Laufey höfðu brugðið sér í bústaðinn sinn til að gista og Helga var svo væn að nálgast úlpuna daginn eftir og senda hana með bróður sínum í bæinn!! meira vesenið!

 Framundan er knattspyrnuskóli hjá drengjunum og hér voru því allir sofnaðir um klukkan 9 þó að á morgun sé fyrsti frídagurinn þeirra frá skólanum! Ég þarf hins vegar að klára smá tiltekt í skólanum og svo er ég komin í frí!

Iss.....ef ég væri framhaldsskólakennari væri ég búin að vera í fríi í 3 vikur!! Laughing


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
11.06.2007 22:48:49
Já fertugsafmælin, man árið sem ég var fertug þá fór maður í þau allnokkur og flest með eindæmum skemmtileg :)
Þetta lagði Bryndís í belginn
14.06.2007 00:15:48
Fannst fúlt að komast ekki með óvissuferð Hlíðaskóla, það er svona þegar maður á að mæta í djamm á tveimur stöðum á sama tíma... fyrir utan það að vera með ungabarn á brjósti! ;) Mæti bara næst!
Þetta lagði Sigurrós í belginn
15.06.2007 09:15:19
Til hamingju með nýju síðunu :) Og ég er farin að hlakka til að fá þig í heimsókn!
Þetta lagði Margrét Arna í belginn