Rakel bloggar

 

Sk├│laslit

Það er alltaf viss hátíðleiki yfir skólaslitum. Daglega umhverfið er gert svo sparilegt, íslenski fáninn, ræðupúltið og rauðar rósir í vösum gefa öllu sjarma sem býr til ákveðna stemningu.

Það er því alveg hægt að klökkna við að heyra lófatakið þegar 10. bekkingar ganga inn í salinn. Eins væri hægt að tárast yfir vel heppnuðum söng skólakórsins - í dag sungu börnin eins og englar.

Í dag vorum við að kveðja nemendur sem ég kenndi frá 1.-6. bekk. Nú stefna þeir í framhaldsskólana og mér heyrðist straumurinn liggja í Versló þetta árið! Þetta er í annað skiptið sem ég kveð krakka sem ég er búin að fylgjast með síðan í 6 ára bekk.

Svo rúllar þetta áfram! Ég kvaddi líka bekkinn minn í dag sem ég er búin að kenna sl. þrjú og hálft ár. Þau leystu mig út með gjöf og blómum þessar elskur. Nú get ég farið í Kringluna og keypt mér eitthvað til að minnast áranna með þeim. Svo mæti ég á skólaslitin eftir nokkur ár þegar þau ljúka 10. bekk. Þetta er svo fljótt að líða!


Leggja or­ Ý belg
1 hefur lagt or­ Ý belg
06.06.2007 11:22:42
Já kórinn var yndislegur, alger englakór.
Ůetta lag­i Marta Ý belginn