Rakel bloggar

 

Aldurstengdi fatamórallinn

Fór í búð í dag til að finna mér bráðnauðsynleg föt til að nota til dæmis í 15 ára kennaraafmælispartíinu sem ég og bekkjarsystkini mín ætlum að halda núna á laugardaginn.

Ég hafði byrjað á vitlausum enda - keypti mér skó í gær og núna þurftu fötin helst að passa við nýju skóna.

Eftir að hafa labbað búð úr búð og skoðað úrvalið án þess að finna eitthvað, rakst ég á gallapils. Mér fannst það fanta flott og meira að segja úr teygjanlegu gallaefni svo ekki ætti maður að þjást af andnauð.

Þegar ég mátaði pilsið byrjuðu áhyggjurnar að þjarma að mér. "Er þetta nú ekki of stutt og þröngt pils fyrir konu á þínum aldri Rakel?" (Ef ég man rétt eru um 16 ár síðan afi minn sagði þessa sömu setningu við mig).

Ég viðraði þessa spurningu við afgreiðslustúlkuna sem virtist hafa verið fermd fyrir stuttu. Hún horfði á mig tómum augum og virtist ekki skilja áhyggjur mínar. "Hva - finnst þér það sleikt?" "Það finnst mér ekki" sagði hún svo af miklu öryggi.

Ég ákvað að trúa henni....og keypti pilsið.

Ég var svo á hárgreiðslustofunni áðan og gluggaði í tímarit þar sem tuttuguogeitthvað ára gömul stúlka var að skrifa um þessar sömu áhyggjur sínar. Hún var hins vegar með það á kristaltæru að fertugar konur ættu ekki að vera í fermingarfötum!!

Og ég með sleikta pilsið (eða ekki) í poka úti í bíl!!!

SÓ VOTT! Ég verð nú ekki fertug fyrr en í ágúst!! Cool


Leggja or belg
6 hafa lagt or belg
01.06.2007 21:40:52
HAHAHAHA.. góður :)
etta lagi Marta belginn
02.06.2007 02:37:38
Rakel... stelpurnar í búðunum vinna við að SELJA þér föt...ef þú vilt raunverulegt álit annarra spurðu þá börnin þín og hlustaðu á tóninn ekki orðin!!!
etta lagi Kristín Ármanns belginn
02.06.2007 16:14:35
Læt á það reyna í kvöld!!
etta lagi Rakel Guðmundsdóttir belginn
05.06.2007 14:05:07
Ég er fullviss um að þú ert glæsileg í pilsinu og slærð í gegn í 15 ára kennaraafmælispartýinu! :)
etta lagi Sigurrós belginn
06.06.2007 16:03:35
Allt er fertugum fært. Og sleikt pils(aldrey heyrt það áður en hljómar flott.;)
etta lagi Olga belginn
07.06.2007 23:12:49
Verð að koma með komment á pylsið. Ég las í tískublaði að á meðan lærin snertast ekki og að maður passar sig í að vera ekki í flegnum bol við stutt pyls þá er það í lagi, sama hvað maður er gamall. Ég er búinn að vera mikið í rúllukraga bolnum mínum og nýja stutta pylsinu mínu síðan ég las þetta ( Loksins kom það sér vel að vera hjólbeinótt !!)
Sigga ( 41 )
etta lagi Sigga frænka belginn