Rakel bloggar

 

Ferðalög og fleira

Þá erum við komin að austan eftir árlega fjölskylduferð systkina Þrándar og áhangenda. (Köllum okkur hvítasunnusöfnuðinn). Hægt var að vinna svona helstu vorverkin við bústaðinn auk þess að elda og borða í gríð og erg!

Ferðin byrjaði nú ekki vel hjá okkur. Við lögðum af stað í seinni kantinum því við vorum að bíða eftir að Aron kæmi heim frá Reykjum. Þegar við komum að Selfossi var hefðbundin biðröð eftir því að komast yfir Ölfusárbrúna. Bíllinn á undan okkur stöðvaðist skyndilega og við líka en bíllinn sem var á eftir okkur....ekki! Allavega ekki nógu snemma til að hamra aðeins aftan á okkur.

Elmar var sofandi þegar þetta gerðist og fannst ekki mikið til koma þegar hann vaknaði...þar sem enginn hafði dáið! Má svo sem segja það. Nú þarf bara að finna tíma til að setja bílinn í viðgerð!

Í dag fórum við með 4. bekkina í vorferðalag á Stokkseyri. Ferðin var óvissuferð og lukkaðist bara vel. Við heimsóttum Veiðisafnið og fórum svo í Töfragarðinn þar sem við grilluðum pylsur. Vorum sérlega heppin með veður!

Pabbi kíkti svo til okkar í kvöld. Hann er með sinn 10. bekk í vorferð og gistir í Fossvogskirkju (ekki við altarið þóWink).

Svo er það vorskólinn hjá mér á morgun. Þá fæ ég að sjá viðfangsefni næsta vetrar! Bara spennandi! Wink


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
30.05.2007 09:37:51
Töfragarðurinn hans frænda okkar er greinilega "inn" þetta vorið - skólar og leikskólar hópast þangað í heimsókn!
Þetta lagði Nína í belginn
30.05.2007 15:09:59
Er ekki bara spurninga um að fá sér nýjan bíl?

Gott að enginn slasaðist eða dó í þessu umferðaróhappi á Selfossi. :-)

Við búum rétt við fjöruna þannig að morgunsólin speglast í haffletinum og inn í eldhús þannig að maður fær ofbirtu í augun. Sérlega flott í morgun, þá var spegilslétt langt út á haf!
Þetta lagði Sverrir í belginn
30.05.2007 22:30:37
Mæli með bíl með DVD tæki í loftinu og þráðlausum heyrnartólum sem fá börnin til að sitja þögul alla leiðina!!
Þetta lagði Marta í belginn