Rakel bloggar

 

Í landi öfganna

Maður var ekki fyrr búinn að skola af sér svitann eftir sólbaðið á laugardaginn, en maður þurfti að rífa fram sköfuna og skafa snjóinn af bílnum!! Svona er það bara í landi öfganna, ekki einu sinni sama veður í öllum gluggum hússins!

Nú er Aron farinn í skólabúðirnar að Reykjum. Búinn að vera mjög spenntur og áðan sá ég að þegar eru komnar myndir af hópnum á heimasíðu skólabúðanna. Tvöföld ástæða fyrir ömmu og afa á Húsavík að fylgjast með, því þeirra skóli er þar á sama tíma!

Prófatörnin er í algleymingi hjá okkur í skólanum - við erum ýmist að búa til, aðlaga eða fara yfir próf! Þessi vika fer í það....

Svo er það hvítasunnuhelgin. Þá er meiningin að kíkja á hvernig bústaðurinn kemur undan vetri.

Spurning hvort Lalli getur passað húsið? Vúí, vúí.... Foot in mouth


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
24.05.2007 16:56:20
Lalli kíkir við ef þú setur ekki kerfið á.
Hérna er frekar dapurt verðu, það rignir og er um 5° hiti og hífandi rok. Það er nú spurning hvort þetta sé slydda eða él núna?
etta lagi Sverrir belginn
24.05.2007 21:12:05
Sæl frænka
Langt síðan ég hef kíkt hér við enda annað að stússast.
Ef þú verður ekki farin út úr bænum þá er útitími hjá Diddu á morgun kl 17:15. Það væri gaman að hafa þig með!!!!
etta lagi Særún Ármannsdóttir belginn
24.05.2007 23:35:23
Verð fjarri góðu gamni....með herðarnar uppi við eyrun í prófastressinu!
etta lagi Rakel Guðmundsdóttir belginn