Rakel bloggar

 

Hættiði nú alveg....

Hef verið að spá í að flytja mig um set á netinu. Mér finnast bloggsíður með heimatilbúnu umhverfi svo flottar.

Held að ég verði að láta verða af því fljótlega. Á meðan ég var að skrá mig inn núna horfði á mig lostafull kona í skjóllitlum brjóstahaldara. Á myndina var letrað "dirty" eitthvað og vísað á heimasíðu!

Þetta er nú ekki hægt!

Annars er alveg brjálað að gera hjá mér núna. Var í skólanum til að verða 7 í kvöld að sauma saman húfur í sjálfboðavinnu.

Í lokin: Ég fór snemma að sofa á kosninganóttina - Þrándur vakti aðeins lengur og þegar hann fór að sofa var stjórnin fallin! Þetta var svo staðfest á forsíðu Fréttablaðsins morguninn eftir. Það var ekki fyrr en í kvöldfréttunum að ég heyrði sannleikann Undecided

Ég sem var orðin verulega spennt! Laughing


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
15.05.2007 11:55:39
Núna þegar ég skrifa þetta komment glápir á mig lostafull kona og auglýsir skítuga nótt - það er sko nógur skítur hérna hjá mér takk fyrir.
Gott samt að Rökkvi kom og hjálpaði þér að sauma á meðan mamma hans var heima í dauðagírnum ;)
etta lagi Marta belginn
16.05.2007 15:50:08
Þú ættir að skoða svæðið hjá 123.is??
Þegar ég skrifa þetta komment er bara auglýsing frá Verkfræðideild Háskóla Íslands sem rúllar, engar berar kellingar eða skítugar nætur!
etta lagi Sverrir belginn
18.05.2007 02:03:40
Var einmitt að hugsa þetta að ég væri nú ekki hrifin af því að auglýsa einhver dónapartý á bloggsíðunni minni.... hrrrrmmmmppfffff.
etta lagi Bryndís belginn