Rakel bloggar

 

Vettvangsfer├░

Fór í skemmtilega gönguferð með nemendum mínum í dag. Fékk nett samviskubit þegar ég sá eina stúlkuna uppábúna í pilsi og fínum sandölum, enda hafði ég ekki sent miða heim um þessa ferð; í ljósi þess að ef maður gerir það kemur yfirleitt frost eða snjókoma sama hvaða árstíð er!

Allt fór þó vel fram og tilfinningin var lík því að þramma um í útlensku umhverfi. Fjaran var frábær og þó ég hafi kennt í skóla í nágrenninu í mörg ár hef ég aldrei farið þangað áður með hóp, sennilega alltaf leitað langt yfir skammt! Við höfum margt skemmtilegt í göngufæri frá skólanum - þó að eiginlega standi skólabyggingin sjálf á "umferðareyju"!!.

Frábær ferð í frábæru umhverfi,.....og ég nýtti mér forréttindi kennarans í dag!


Leggja or­ Ý belg
Enginn hefur lagt or­ Ý belg!