Rakel bloggar

 

Tónleikar og fleira

Fór að horfa á frænkur mínar 3 (og nokkrar til viðbótar) syngja með Léttsveitinni í gær. Tónleikarnir voru haldnir í Bústaðakirkju, svo hæg voru heimatökin fyrir mig og engar áhyggjur þurfti ég að hafa af bílastæði.

Tónleikarnir voru mjög skemmtilegir, fjörug lög með hreyfingum og alles Cool auk þess sem Bergþór Pálsson söng með þeim nokkur lög af alkunnri geislandi gleði!

Var samt uppgefin þegar heim kom, enda búin að sitja á kirkjubekk í einn og hálfan tíma. Lagðist þess vegna fyrir framan sjónvarpið þegar ég var búin að húrra undan brekkunni og átti því eftir að ljúka yfirferð á nokkrum könnunum í stærðfræði áður en ég kom mér í háttinn!

Næsta vetur verður ekkert um kannanir hjá mér.......því ég fer að kenna 6 ára börnum! Surprised

Gangi mér vel! Kiss


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
10.05.2007 17:53:45
Jæja, byjarðu á einum hringnum enn!
Það verður ábyggilega gaman.
Þetta lagði Sverrir í belginn
14.05.2007 22:43:33
alltaf gaman að byrja á nýjum hring.... en ertu ekki búin að fara of marga hringi til að vera enn að taka svona pappíra með þér heim ???
Þetta lagði Kristín í belginn
15.05.2007 22:03:47
Segðu!
Þetta lagði Rakel Guðmundsdóttir í belginn