Rakel bloggar

 

Loksins!

Þeir sem ekki brenndu kaloríum í kröfugöngum dagsins eða þeir sem fóru í staðinn í kaffi hjá Verkalýðsfélaginu - þurfa ekki að hafa áhyggjur af aukinni fitusöfnun.

Reyndar held ég bara að óhætt sé að hætta öllum auglýsingum á "fitubrennslunámskeiðum" í líkamsræktarstöðvum landsins!

Það er nefnilega búið að redda þessu...... Surprised

........Aftan á nýjasta Hagkaupsbæklingnum er eftirfarandi auglýsing með mynd af blárri flösku:

"Svalandi og grennandi drykkur sem flytur fitu til vöðvafruma, svo þær geti brennt henni sem orku."

Af hverju var ekki löngu búið að fatta uppá þessu? Innocent


Leggja or belg
5 hafa lagt or belg
02.05.2007 22:08:58
segi það með þér, þú hefur sem sagt fengið þér flösku því ekki varstu í ræktinni, ég var þar og er nú búin að hreyfa mig töluvert 6 daga í röð. Nú er það greinilega flaskan sem verður prófuð næst. Svo hljótum við að sjást á föstudaginn því Didda er með skóna þína í bílnum!!!
etta lagi Særún belginn
02.05.2007 23:07:22
Bíddu nú við.....hvaða skó vinan?

Er með í huganum á miðvikudögum og föstudögum, fer þó yfirleitt fyrr æi ræktina á föstudögum. Sé hins vegar meiri árangur ef ég fer í tíma (einhverra hluta vegna) svo hver veit nema ég hinkri næst!!!
etta lagi Rakel Guðmundsdóttir belginn
03.05.2007 22:02:16
Já þetta er undrameðal, þetta í bláu flöskunni. Vandamálið er hinsvegar að koma þessu flutningsefni úr bláu flöskunni og til vöðvanna. Þú nefnilega drekkur innihaldið og......
(glætan að ég fari að útskýra hvernig þettar virkar, ef það virkar þá yfir höfuð).
Ég mæli ennþá með hreyfingu og hollri næringu.
etta lagi Sverrir belginn
03.05.2007 22:06:47
Didda er með skó merkta Rakel Guðmundsdóttir ég ályktaði að það væri frænka mín og sagði að þú hefðir verið í tímanum á mánudaginn, meira veit ég ekki
etta lagi Særún belginn
04.05.2007 23:59:02
Ohhh.... þurftir þú nú að eyðileggja þetta fyrir okkur Sverrir ;) var búin að sjá það í hendi mér að þurfa ekkert að mæta í ræktina.
etta lagi Bryndís belginn