Rakel bloggar

 

Fögur fyrirheit og fleira

Nú er maður farinn að heyra fuglasönginn úti fram á kvöld. Hitatölurnar eru farnar að vera tveggja stafa. Stöku nágranni er farinn að labba framhjá með garðhanska á höndunum. Þá er íslenska sumarið í nánd.

Ég ætlaði að vinna í garðinum í dag.....Cool

Ég ætlaði í göngutúr í dag...... Laughing

Elmari var hins vegar boðið í afmæli sem haldið var í Ævintýralandi Smáralindar. Hann hefur einu sinni áður verið boðið í afmæli til félaga af leikskólanum en í þetta skiptið fraus hann algjörlega við tilhugsunina eina að verða skilinn eftir innan um alla þessa krakka. Hann gat ekki skilið að afmælisbarnið ætti ekki heima þarna og var alltaf að spyrja hvar rúmið hans væri.

Eftir klukkutíma veru okkar beggja í Ævintýralandinu var komið að hressingunni og ég notaði tækifærið - kvaddi og skrapp í Ikea svo drengurinn gæti aðlagast umhverfinu án mín!

Ætlaði svo aldrei að ná honum þaðan út þegar ég kom til baka. Hann var sannarlega orðinn einn af hópnum!

 Þetta er annars furðulegur staður......minnug orða frænku minnar sem vann einu sinni í svona "landi"................."þetta er svona staður þar sem foreldrar koma með börnin sín og þau gjörsamlega tapa sér í klukkutíma"! Þetta hefur greinilega ekkert breyst. Krakkarnir æddu veggja á milli, hentu öllu lauslegu til sem á vegi þeirra varð. Hoppuðu og veltust! Sem sagt, rosa gaman!!

Hver veit nema ég geti farið að nýta mér þetta þegar mig langar í búðir!! Laughing


Leggja orš ķ belg
5 hafa lagt orš ķ belg
22.04.2007 22:26:34
Hann - honum
Žetta lagši GHF ķ belginn
23.04.2007 08:29:55
Svona eru žessir kennarar - reka augun ķ allt! Ętli mašur kannist ekki viš žaš.
Žetta lagši Nķna ķ belginn
23.04.2007 20:28:10
Žaš er nś svo sem ķ lagi aš benda manni į hvaš žarf aš laga ef ekki fylgir į eftir " hva ertu ekki kennari???"
k
Žetta lagši Kristķn Įrmanns ķ belginn
23.04.2007 21:17:26
Ah......er einmitt kennari og lendi žvķ ķ žvķ aš fęrslurnar žurrkast śt žvķ ég er svo lengi aš ritskoša!!! Žarna įtti reyndar aš standa "bošinn" svo fannst mér žaš svo asnalega oršaš.....svo OKEY!!!!!
Žetta lagši Rakel Gušmundsdóttir ķ belginn
24.04.2007 18:51:04
Jį svona ęvintżralönd eru merkileg, žetta er eins og tarsanleikur ķ ķžóttum ķ denn. Krakkarnir eru į fullu allan tķman og skynja žaš aš žetta er bara įkvešinn tķmi og žaš sé naušsynlegt aš fullnżta hann.
Žetta lagši Sverrir ķ belginn