Rakel bloggar

 

Síðasta törnin

Hún er byrjuð síðasta törnin! Þetta skilja bara kennarar, þessa tilfinningu að sjá ekki fram úr neinu en svo allt í einu að finna hvernig allt smellur saman á lokamínútunum. Í dag gerðist ég sek um að pína börnin mín áfram lærdómnum í því skyni að geta eytt deginum á morgun að miklum hluta úti við. Vonandi verður notalegt veður því við ætlum að kíkja á lífið í fjörunni, borða nesti úti og njóta náttúrunnar. Þetta eru ein af fáum forréttindum kennarans í dag!

Leggja or belg
Enginn hefur lagt or belg!