Rakel bloggar

 

Helgin

Þrátt fyrir ítrekaða kembingu á föstudaginn fann ég enga lús......sem betur fer. Kláðinn er horfinn og ég held að um sé að ræða sjálfsofnæmi - mér finnst það nefnilega flottasta ofnæmið sem til er í dag!!! Grín....

Á laugardaginn pantaði ég far fyrir mig og miðjumann til Danmerkur í sumar. Við ætlum að heimsækja Olgu í Malmö! Mikil spenna í gangi! Cool

 Í dag ákváðum við að fara í heimsókn til Þorlákshafnar. Sömu hugmynd fengu Lilla Ómar, en þau tóku ömmu með sér. Að auki voru þar Atli og Sigrún því hluti af þeirra börnum hafði gist hjá Rebekku svo það þurfti að sækja þau. Sem sagt veislufært - enda komum við ekki illa haldin heim.

Þar sem valið hafði staðið á milli þess að vera heima og þrífa eða fara út í heimsókn þá var tekinn mikill skurkur í þrifum þegar heim var komið - kviss bang öll gólf skúruð, stiginn ryksugaður, klósett þrifin og föt þvegin og þurrkuð. Þetta gerði að sjálfögðu litla gula hænan sjálf!

Mánudagur á morgun og ég held að kláðinn sé að koma á ný!Frown


Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
17.04.2007 14:24:36
Við fréttum af ykkur í veislunni. Fórum til Lillu daginn eftir og lentum eigilega í veislu hjá henni!
etta lagi Sverrir belginn