Rakel bloggar

 

Lúsastríðið

Við erum orðin svo alþjóðleg með árunum. Þetta er allt löngu komið hingað, bjórinn, aidsið, vopnuðu ránin og ................ velmegunarlúsin.

Það er nú að verða jafn algengt hér og í útlöndum að börn í skólum fái lús.

En mikið rosalega klæjar mig alltaf óþægilega mikið þegar upp kemur lús nálægt mér og mínum. Mig klæjar meira að segja inni í augntóftunum.

Datt reyndar líka í hugað þetta væri bráðaofnæmi fyrir páskaeggjasúkkulaði...... Tongue out


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
14.04.2007 00:02:16
Sælir eru fattlausir, því þeir fatta ekki hvað þeir eru vitlausir.
Sárt bítur soltin lús.

Þetta eru gamlir málshæir úr eggjum
0
etta lagi GHF belginn
14.04.2007 18:02:01
Já, jafnir fiskar spyrðast best og fleiri góðir eru til... :-)

Mikið er ég feginn að losna frá þessu lúsabæli sem grunnskólarnir eru...
Ég þarf bara að passa mig á öðruvísi pestum núna!
etta lagi Sverrir belginn
15.04.2007 00:23:52
Ég hef heyrt að danskir vísindamenn séu að þróa ný lúsasjampó því þau gömlu eru orðin gagnslaus. Þessir ágætu menn kaupa lýs úr hárinu á fólki og eru sérlega spenntir fyrir lúsum frá fólki sem fær lús aftur og aftur. Spurning um að rækta upp góðan stofn og selja hann svo !!!!
etta lagi Kristín Ármanns belginn