Rakel bloggar

 

Búðaferð

Við hjónin höfum lítið gert af því að fara saman í verslanir undanfarin ár.

Ástæðan er ekki að við þolum ekki félagsskap hvors annars - heldur sú að yfirleitt er einhver drengjanna okkar með í för. Drengjunum finnst ekki gaman að fara í búðir.

Í dag var síðasti frídagurinn okkar í páskaleyfinu og við ákváðum að taka yngsta mann með í æfingaferð í útréttingum.

Fyrst var ferðinni heitið á pósthúsið þar sem við þurftum að senda úlpuna sem  mamma gleymdi hjá okkur. Stubbur fékk að koma með inn og afhenda pakkann, og gekk vel.

Næst var ferðinni heitið í Harðviðarval þar sem við á sínum tíma keyptum tvo krana sem báðir leka og vildum við láta vita af því. Stubbur kom með inn og snerti alla kranana í búðinni auk þess sem hann opnaði allar sýningarhurðarnar á staðnum. Við sáum í hendi okkar ástæðuna fyrir því að klósettkraninn lekur! Fengum samt vilyrði fyrir nýjum krönum endar afburðagóð þjónusta hjá fyrirtækinu.

Nú var komið að eldskírninni, því við ákváðum að fara ekki heim heldur í verslunina Egg til að láta okkur dreyma un nýja eldhúsinnréttingu.

Stubbi tók strax að leiðast og hélt áfram að rása á milli hilla og snerta hluti - með taugatrekkta foreldra á eftir sér.

Þegar hann fékk áminningu frá föðurnum tók hann allan pakkann svona smátt og smátt....."þú ert ekki besti vinur minn", ´"þá fer ég bara", "ég hata pabba" (er ekki haft fyrir honum heima), "leggjast í gólfið aðferðina", "vælleiðina" og .........Surprised

Ég er sjóaðri í svona æfingaferðum en pabbinn hataði. En ástæða sonarins fyrir hegðunni var sú að hann "var bara svo freyttur". Laughing


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
10.04.2007 21:42:45
Eru þetta ósnertanlegir hlutir í Egg?
Ég verð alltaf freyttur í tuskubúðum.
Þetta lagði Afi á Húsavík í belginn
10.04.2007 22:09:52
Þeir eru óhuganlega líkir, Stubbur og Stubbalingur - sömu orðin, sömu frasarnir. Ætli þeir hafi verið bræður í fyrra líf? eða feðgar???
Þetta lagði Marta í belginn
11.04.2007 00:04:17
Ég þekki ekki þetta vandamál kannski af því að ég á bara dætur... þeirri yngstu ferfættu gæti ég þó ekki treyst i búð...keypti hundabúr handa henni !
Þetta lagði Kristín í belginn
11.04.2007 20:38:20
Já - ég hef líka reynslu af ferfættum erfiðum syni.....uppeldið á honum gekk þó miklu betur fyrir sig....enda fórum við á námskeið!
Þetta lagði Rakel Guðmundsdóttir í belginn