Rakel bloggar

 

Páskafrí!

MMM! Það er svo gott að hafa ekkert sérstakt að gera!

Mamma og pabbi komu suður í gær til að vera í fermingarveislu á fimmtudaginn. Við vöknuðum í morgun og vorum lengi í morgunkaffinu. Svo lengi að það rann saman við hádegishressinguna!

Fórum þá í göngutúr í hressandi vorveðrinu. Gengum um Elliðaárdalinn svona rétt til að sýna utanbæjarfólkinu eitthvað meira en Kringluna og Smáralind!

Það vill nefnilega oft verða þannig, að þegar við förum út á land er alltaf farið í gönguferðir úti í náttúrunni, en þegar aðrir koma í bæinn er helst gengið um í verslunarmiðstöðvum. Fólk fer svo heim til sín uppgefið á sál og líkama og skilur ekkert í því að fólk geti búið í Reykjavík!!

Sverrir, Igga og co. eru væntanleg til okkar í mat í kvöld.....verðum með humarsúpu og sitthvað fleira!

Það er svo sem alveg nóg að gera, bara ekki þetta mínútuspursmál sem maður lifir eftir í ævistarfinu! Og þá hvílist maður! Smile


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
03.04.2007 22:27:47
Það er einmitt það góða við frí það er þetta mínútuspursmál og því miður eru þið grunnskólakennarar ennþá háðari klukkunni í vinnunni en við á yngra stiginu. En fríin eru alltaf góð. Gott hjá þér að fara eitthvað annað en í verslanir með gamla settið. Bestu kveðjur og gleðilega páska
etta lagi særún belginn
04.04.2007 08:37:47
Það eru mikil hlunnindi hjá okkur sem búum á þessum slóðum að hafa Elliðaárdalinn við bæjardyrnar og geta gefið iljunum frí frá malbikinu stöku sinnum.
Bestu páskakveðjur til ykkar allra.
etta lagi JH belginn