Rakel bloggar

 

Horfin færsla!

Skrifaði um helgina hjá mér í gær....en færslan hefur gufað upp! Ég var sem sagt í ömmuhlutverkinu um helgina! Siggi kom með Hönnu til okkar á laugardaginn og hún gisti hjá okkur því hann var að fara í afmæli. Ég get svo sem alveg lifað mig inn í spenninginn hjá frændsystkinunum yfir því að sofa í stórri flatsæng og vaka svo fram eftir öllu!

Morguninn eftir hringdi Sverrir og bað okkurfyrir eins mörg börn og við treystum okkur til að taka þar sem Igga var sárlasin heima og hann sjálfur búinn að standa í ströngu í miðbænum fram á morgun og þurfti að sofa.

Það var mikið fjör hjá okkur og að auki kom Siggi til okkar eftir hádegið til að kenna okkur að baka brauð með stæl. Veit ekki enn hvort okkur tekst að sveifla deiginu og slamma því niður eftir kúnstarinnar reglum - en hans afurð smakkaðist mjög vel.

Ekki laust við að við værum lúin eftir daginn....aðallega eftir brauðbaksturinn! Laughing


Leggja orū Ū belg
Enginn hefur lagt orū Ū belg!