Rakel bloggar

 

rsht og fleira

Við hjónin skiptum liði í gærkveldi til að láta sjá okkur á sem flestum stöðum! Þrándur fór í fimmtugsafmæli Eddu mágkonu sinnar en ég fór á árshátíð skólans.

Fyrrnefnda veislan hefur sennilega haft tvöfalt fleiri gesti en sú síðarnefnda auk þess sem þar var hljómsveit sem spilaði fyrir dansi en plötusnúður á fámenna staðnum. Plötusnúðnum tókst misvel að "lesa salinn" - lögin voru ýmist of hæg eða þung að margra mati!

Þó er eitt sem snúðarnir gerðu alltaf í "gamla" daga og er sem betur fer ekki lengur - það er að tala á milli laga, banna fólki að setjast og drífa svo alla í kokkinn í þokkabót!

Sigurrós og Arna, ólétturnar okkar í skólanum létu sig ekki vanta þó að margir aðrir hefðu verið vant við látnir......og meira að segja ætlaði Sigurrós að fara á aðra árshátíð núna í kvöld.

Barninu hefur sennilega ofboðið þetta skemmtanafár og flýtti sér því í heiminn um kaffileytið í dag! Barnið er stúlka og bíð ég spennt eftir myndum - svona eins og "ömmur" eiga að gera!!!


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
11.03.2007 17:58:40
J nna er flk htt a koma heimsknir til a skoa litlu brnin, flk kkir bara myndirnar sem eru settar heimasur ea blogg foreldranna.
g segi eins og ein gmul sem vi ekkjum a kemur enginn og heimskir mig..."
Kveja, SverrirGum
etta lagi Sverrir Gumundsson belginn
11.03.2007 18:21:52
Ver n a gera bragarbt v hi fyrsta....
etta lagi Rakel Gumundsdttir belginn
20.03.2007 22:23:56
Frbrt Sigurrs komin me litla skju !
Kki hana netinu, a getur lka veri gott egar flk br langt burtu ( Sverrir ) En kemur auvita ekki stain fyrir a a hitta barni og foreldrana.Vonast til a sj Sverri frnda og alla fjlskylduna nini framt.
Hvernig er etta me ig RAKEL er von til ess a sj ig sjnvarpsfrttunum nst?
Nanna var gr og rn kvld. Skiptineminn skilur ekkert hva vi hjnin ekkjum merkilegt flk.
Hey this is my frend!!
etta lagi Sigga frnka belginn