Rakel bloggar

 

Karíus og Baktus

Ég pantaði 3 miða á leiksýninguna Karíus og Baktus, um leið og miðasalan opnaði í lok janúar minnir mig. Sölvi var nú ekki viss um að hann langaði að sjá þetta stykki, en ég ætlaði nú samt að taka hann með í leikhúsið.

Fyrir helgina lagðist svo Elmar í rúmið með hita og Sölvi í kjölfarið, þannig að útlitið var ekki gott! Elmar hristi nú það mesta af sér strax, en Sölvi var blessunarlega afsakaður í dag þegar loksins var komið að sýningunni, enda ennþá með bullandi hita.

Við hringdum því í Soffíu vinkonu okkar og jafnöldru Elmars, sem var sko meira en til í að skella sér með okkur. Þau skemmtu sér mjög vel á sýningunni - þó mér hafi fundist nóg um nútímatíliseringuna á textanum - enda heilagur í mínum huga. Mér finnst til dæmis setningar eins og "ert'að skilja mig", alveg mega missa sín í Karíus og Baktus. En það er nú bara mín skoðun Laughing

Magga vinkona varð svo fertug í gær og bauð til roknaveislu. Úff, þær eru sko búnar að leggja línurnar þessar Möggur sem ég þekki. Maður má bara fara að punkta hjá sér og safna flöskum! Smile


Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
04.03.2007 23:24:34
æi hvað ég er sammála þér, það er algjör óþarfi að breyta textanum. Er hann ekki bara fínn á gömlu góðu vínilplötunni.
etta lagi Særún belginn