Rakel bloggar

 

Tíminn flýgur

Nú er febrúar brátt á enda..............ótrúlegt hvað fyrstu tveir mánuðir ársins líða alltaf hratt! Reyndar er frítíminn hvað fljótastur að líða og liðin helgi ekki undanskilin.

Fór í boð til Mörtu henríettu á föstudagskvöld. Hún eldaði ómótstæðilega kjúklingasúpu sem ég þarf endilega að prófa að elda hér heima!

Á sunnudaginn fórum við fjölskyldan í gönguferð um Elliðaárdalinn. Veðrið var mjög fallegt - en núna þýðir það víst meiri svifryksmengun! Það borgar sig því ekki að fara út og "teyga að sér" fríska loftið!! Surprised Við komumst þó öll heim án teljandi andnauðar!

Ég kíkti svo á krúttið hann frænda minn í Skógarásnum í gærkvöldi. Hann er eins og lítil reið moldvarpa - setur í brýrnar því honum finnst illa farið með sig í þessum bleyjuskiptum og er rétt farinn að opna augun Smile Hann er að byrja að kíkja á heiminn. Wink


Leggja or belg
6 hafa lagt or belg
26.02.2007 22:55:01
Merkilegt hvað tíminn líður hratt og nú er orðið bjart fyrir níu. Kemur manni alltaf skemmtilega á óvart þegar fer að birta, samt gerist þetta alveg eins ár eftir ár.
etta lagi Særún belginn
26.02.2007 23:07:15
jiii hvað hann hlýtur að vera líkur frænku sinni, hún er stundum eins og reið moldvarpa þegar hún syngur - djók -
(samt frekar krúttleg lýsing á nýfæddu barni)
etta lagi Marta belginn
27.02.2007 11:39:27
Merkilegt með þetta svifryk allt í einu. Þegar við vorum að alast upp þá var varla hægt að vera úti (upp á skaga) fyrir þvílíkri fýlu frá loðnubræðslunni og önnur óþverra lykt. Ekki varð okkur meinnt af því. Núna má ekki setja börn út í leikskólum v/ mengunar. Þetta er að verða pínu Þýskt...sælla minninga...
etta lagi Magga belginn
27.02.2007 18:50:25
Já Chernobyl regnið kom á meðan ég var í Þýskalandi og ég mátti ekki fara með börnin út! Skyldi þessi svifryksumræða ekki bara vera sprottin undan rótum þeirra sem vilja nagladekkin burt!!!!
etta lagi Rakel Guðmundsdóttir belginn
28.02.2007 12:11:10
Svifryk-pifryk, er þetta ryk ekki bundið við stærstu göturnar í Reykjaví? Við hérna í Árbænum verðum allavega ekkert vör við svona óþrifnað hér.
Frændi þinn Rakel er ekkert eins og moldvarpa! Þó hann hafi verið með lokuð augun í nokkra daga þá er búið að laga það og núna er hann frekar eins og Ugla eða e-ð þvílíkt.
etta lagi Sverrir Guðm belginn
28.02.2007 16:36:45
Mér finnst nú að það þurfi að benda okkur hinum á einhverja góða mynd af barninu svo við getum tekið þátt í að meta hvort hann er eins og moldvarpa eða ugla ;)
etta lagi Sigurrós belginn