Rakel bloggar

 

D bekkur hittist

Við sem vorum saman í bekk í Kennó fyrir nokkrum árum hittumst hérna heima hjá okkur Þrándi í gær. Við stelpurnar höfum reyndar haldið saumaklúbba nokkrum sinnum á ári síðan við útskrifuðumst og ef ég man rétt þá mættu strákarnir´líka í fyrsu klúbbana. Núna hittumst við með mökum okkar og áttum frábæra kvöldstund. Allir komu með eitthvað á sameiginlegt hlaðborð - eitthvað sem virkar alltaf vel - verður alltaf veisluborð! Kalt hvítvín, notalegt rauðvín og góður öllari, opið út á svalir þar sem maður beinlínis horfði á sumarið koma, og svo huggulegur arineldur og spjall í lokin. Synd að strákarnir/kallarnir í bekknum skyldu allir klikka á því að mæta! Sá eini sem boðaði komu sína hefur guggnað á síðustu stundu. Þó held ég að þeir makar sem mættu í gær geti nú staðfest það að engin okkar er beinlínis hættuleg!

Við hittumst síðast fyrir þremur árum, ég held að við verðum að gera þetta árlega þetta er svo skemmtilegt!


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
07.05.2006 17:05:04
a er bara algjr snilld a hitta bekkjarflagana - eins og sr mnu bloggi var g eim gr lka gr en a-r var reyndar veri a halda upp 20 ra gagnfraafmli sem var nttrlega bara gaman.
etta lagi Srn rmannsdttir belginn
15.05.2006 13:59:13
H, j essi reunion eru snilld. Var sjlf a halda upp 25 ra tskrift r grunnskla, gamla konan ;), og a var trlega gaman. Srstaklega gaman a sj hva stu strkarnir voru ornir lumm og essir sem ekkert var vari ornir flottir, hehe. Sjlf er g nttrulega jafn glsileg og alltaf og arf ekki a hafa hyggjur af v a einhver tali svona um mig ;)
etta lagi Brynds belginn
17.05.2006 22:29:15
En sniugt! Varst lka D-bekk Kenn? :) erum vi stl! ;)
etta lagi Sigurrs belginn