Rakel bloggar

 

Föt og fleira

Þetta er bara orðið eins og í gamla daga - mest að segja frá eftir helgarnar!!

Fór í búð um daginn og gerði ógurlega góð kaup á blússu sem fólk á vissum aldri myndi kalla "Hagkaupsslopp". Flíkin var á útsölu og þar sem á hana vantaði bæði belti og tölu, þá fékk ég hana á 650 krónur - sem er mun ódýrara en bíómiði.

Fyrir helgina labbaði ég svo fram hjá búð í Kringlunni sem var full af nýjum vörum - sem er ekki í frásögur færandi núna eftir útsölurnar - nema að vörurnar voru allar í sömu litunum, þ.e. svörtu og hvítu, í mismunandi mynstri. Það heillaði ekkert sérstaklega að fara inn í búðina og mér fannst þetta einhvernveginn hljóta að vera djók.

Þegar ég fór að hafa mig til fyrir matarboð á föstudagskvöldið greip ég 650 krónu skyrtuna (sem er mynstruð svört og hvít) og gerði mig ægilega huggulega fyrir konuboðið. Þegar við vorum sestar við borðið og héldum á svarthvítum mynstruðum servíettum - allar svart og hvítklæddar datt mér í hug búðin í Kringlunni.....Surprised Bara fyndið...

Á laugardagskvöldið klæddist ég svo aftur 650 krónu flíkinni (svarthvítu) og fór í fertugsafmælið hennar Möggu samstarfskonu minnar. Magga tók á móti mér agalega fín í svarthvítum mynstruðum kjól...og við létum taka af okkur mynd. Innocent

Í dag fór ég með ömmu í ættarkaffi á hótel Sögu, íklædd svarthvítu flíkinni minni, en það var enginn annar í svipaðri flík og er ættin þó nokkuð stór - og vel mætt!

Flíkin er búin að borga sig upp þó svo að ég klæðist henni aldrei aftur!!

Er maður tískufrík................Laughing


Leggja or belg
4 hafa lagt or belg
18.02.2007 22:36:37
"svart/hvíta hetjan mín" alltaf sígild !!
etta lagi Kristín Ármanns belginn
18.02.2007 23:04:33
Frábært að geta fylgst með þér hér, ég er ekki sú deglegasta að tala í síma.Hvernig er þetta eru ættingjar okkar ekkert að fylgjast með tískuni eða hvað?? Ég á svarthvítan kjól frá Donna Karan (síðan Sindri var fermndur í júní). Var að spá í að fá mér nýjan fyrir góugleði og árshátíðar vertíðina en sé að líklega er ég í góðum málum !! Gott að hafa svona tískuspeking í ættini til að fylgjast með því nýjasta. Þú ert farin að mynna á Önu hún finnur alltaf eitthvað flott fyrir nánast ekki neitt.
Ertu viss um að loðpylsin séu ekki það nýjasta haustið 2007??
Þetta með þorrablótið, var einhver í nælonsokkum í spariskónum sínum? hef samband fljótlega til að fá smáatriðin.
Kv Sigga.
P.s: Kveðja frá okkur Brimrúnu til Sigurrósar ef hún er að lesa, vonumst til að fá fréttir af fæðingu í mars hér inni.
etta lagi Sigga frænka belginn
18.02.2007 23:05:09
Þetta hafa aldeilis verið góð kaup
etta lagi Særún belginn
22.02.2007 14:59:06
Ef tískuþemað í bili er svart og hvítt, er þá ekki bara málið að fólk geti hengt utan á sig jólaskrautið sem það keypti þetta árið til að tolla í nýjustu jólatískunni? Rakel, þú ættir kannski að leita uppi nokkrar jólakúlur og hengja í eyrun ;)

P.S. Sælar Brimrún og Sigga. Ég þakka kveðjuna og bið kærlega að heilsa ykkur tilbaka :)
etta lagi Sigurrós belginn