Rakel bloggar

 

Helgin

Helgin var fljót að líða svo sem eins og vikurnar eru líka.

 Þrándur fór í bústað með vinum sínum á föstudaginn - ætlunin var að veiða endur en veðurfarið spilaði inn í þannig ekkert var veitt. Hann krækti sér hins vegar í einhvern krankleika og er búinn að liggja bakk með beinverki síðan. Að öllu jöfnu er hann aldrei frá vinnu vegna eigin veikinda - vorum að rifja það upp að liðin eru meira en 10 ár síðan hann missti úr vinnudag vegna veikinda!!

Rebekka og krakkarnir komu og gistu hjá okkur fram á laugardag og í dag fóru börnin okkar saman í bíó með Atla krökkum og Benna hennar Iggu - við töldum ein 8 börn inn í bíóið. Á meðan sýningin var fórum við Rebekka í Smáralind og kíkum í búðir. Eitthvert smotterí rataði ofan í poka hjá okkur - en ennþá á ég eftir að finna mér spariföt til að nota við þau tækifæri sem framundan eru. Er einmitt nýbúin að hlæja að mynd af mér frá árshátíðinni 2002 - því loðpilsið sem ég klæddist þá fór einmitt í "furðufatakassann" minn í bílskúrnum.

Já - þarf einmitt að finna eitthvað nógu furðulegt til að klæðast svona spari..... Laughing


Leggja or belg
9 hafa lagt or belg
11.02.2007 23:16:54
Loðpils !!!!!! endar það ekki bara á búningadeildinni í Hlíðaskóla.....gæti orðið kiðlingabúningur.
etta lagi Kristín Ármanns belginn
12.02.2007 22:49:12
Já hún er skrýtin þessi tíska, ég heyrði í útvarpinu um helgina að axlapúðar! já þið lásuð rétt axlapúðar væru að koma aftur svo er ekki bara spurning um að fara á botninn í furðufatakassann og finna eitthvað ótrúlega smart
etta lagi Særún belginn
12.02.2007 23:18:04
Þetta á ég allt - axlapúðar og ég vorum eitt á sínum tíma. Minnir að ég eigi þá í mörgum litum og stærðum í poka niðri í bílskúr!

Varðandi loðpilsið þá er það meira að segja næstum því mórautt að lit.....
etta lagi Rakel Guðmundsdóttir belginn
13.02.2007 01:04:28
Hahaha og ef ég man rétt kæra frænka þá voru hliðarvængirnir í hárgreiðslunni hjá þér ekki minni heldur en mínir sem þóttu þó glæsilegir ;) Those were the days.....
etta lagi Bryndís belginn
13.02.2007 10:20:05
Ég á einhvers staðar bleikt plastpils sem myndi fara þér rosalega vel ;)
etta lagi Margrét Arna belginn
13.02.2007 10:45:17
Heimta mynd af þessu fræga loðpilsi, er orðin mjög forvitin...
etta lagi Marta belginn
13.02.2007 21:09:59
Myndin lá frammi á kennarastofunni í síðustu viku en bliknaði gjörsamlega við hlið myndanna af Indu í lillabláa satínsamkvæmiskjólnum og Eddu í silfurglimmerkjólnum. Ég var eins og brún fjóskona.....
etta lagi Rakel Guðmundsdóttir belginn
14.02.2007 11:03:44
Híhí tók einmitt ekki eftir loðpilsinu EN ég tók sko eftir lillabláa og silfurkjólunum!!!
etta lagi Margrét Arna belginn
14.02.2007 17:43:41
Æji, óréttlátt - bara af því að ég er ekki á kennarastofunni fæ ég ekki að sjá. Hefði sko mætt ef þú hefðir látið mig vita! (Er strax byrjaður árshátíðarundirbúningur?)
etta lagi Marta belginn