Rakel bloggar

 

Allt gott að frétta....

Engar fréttir góðar fréttir, lífið gengur sinn vanagang hérna þessa dagana. Er á leiðinni að fá nýja(r) samstarfskonu(r) á næstu dögum þar sem Sigurrós er að fara í barneignarfrí. Man hvað þetta var notaleg tilhugsun að eiga barn á þessum tíma - stutt í sumarfrí og svo áframhaldandi frí á haustdögum! Gott framundan hjá þér Sigurrós Wink

Elmar stendur sig vel í hegðunarátakinu sem hann er í. Hann er svolítið klókur og veit fullvel að við takmörkum límmiðagjöfina við það hvernig gengur í fataklefanum á leikskólanum. Hann var því fljótur að minna mig á það þegar hann tók vægt kast í Hagkaup í gær..."límmiðarnir eru ekkert um búðir -  bara leikskólann" Laughing

Það væri nú gaman að vita hverjir eru að lesa bloggið mitt þessa dagana? Hvernig er með kvittkvitt!?


Leggja or belg
7 hafa lagt or belg
08.02.2007 18:17:20
Minn maður hann veit sínu viti. Maður er nú fljótur að beygja reglurnar.....það er nú líka svo gott að vera soldið "sveigjanlegur!" Gott hjá þér Elmar minn stattu á þínu :)
GUÐMÓÐIRIN!
etta lagi rebekka belginn
08.02.2007 19:09:46
kvitt kvitt... kíki stundum á þig:) Fékk svona þægindahroll að lesa um fæðingarorlofið... Bara farin að hlakka til :)
etta lagi Margrét Arna belginn
09.02.2007 00:08:28
kvitt kvitt ég kíki nánast daglega og stundum oft á dag
etta lagi Særún belginn
09.02.2007 08:23:07
Ég kíki líka mjög oft - fer inn á ættarsíðuna okkar og tek rúnt um bloggsíður ættingjanna um leið og ég kveiki á tölvunni á morgnana (þær eru þar undir Áhugaverðir vefir ef einhver skyldi ekki vita það). Kveðja
etta lagi Nína belginn
09.02.2007 09:24:04
Bara kvitta. Flott síða hjá þér....
Kveðja, Magga.
etta lagi Magga belginn
09.02.2007 23:56:30
Ég kíki líka og mun örugglega kíkja enn oftar nú þegar langþráð fæðingarorlofið hefst ;)
etta lagi Sigurrós belginn
13.02.2007 01:06:13
Já og kvitt hér, finnst svo gaman að lesa síðurnar ykkar Særúnar :)
etta lagi Bryndís belginn