Rakel bloggar

 

Ég eignaðist nöfnu, hélt veislu og fór á þorrablót..

Ég eignaðist litla frænku um helgina sem á að heita Rakel - í höfuðið á mér! Nú hefur pressunni verið létt af sonum mínum sem geta óhikað skírt þeim tískunöfnum sem verða þegar þar að kemur!!! Segi nú bara svona... Tongue out

Litla frænkan býr reyndar svolítið langt í burtu eða í Kaupmannahöfn og er dóttir Guðrúnar frænku minnar og Jóns, sem eiga fyrir hann Frey og hana Helgu. Það verður auðvelt fyrir mig að muna fæðingardaginn hennar (svo óminnug sem ég er) þar sem Elmar á afmæli daginn eftir!

Við héldum einmitt upp á afmælið hans á laugardaginn og í dag komu þeir sem ekki komust daginn áður - svona til að hafa endalaust fjör.

Mamma og pabbi komu í bæinn og það endaði með því að ég fór með þeim á þorrablót með gömlum sveitungum og bæjarbúum frá Patró. Það var mjög gaman að komast að því að maður kannast við marga þaðan þó maður þekki fáa - suma þurfti líka að horfa á um stund áður en rann upp fyrir manni hver var á ferð! Það hefði tekið sig upp gamall púki ef Edith og Sigga hefðu verið á staðnum Tongue out


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
04.02.2007 22:54:00
Til hamingju með afmælisprinsinn og nöfnu þína. Ég skil ekkert í þér að plata ekki Edith með þér, ég hefði vel getað passað fyrir hana!!!
etta lagi Særún belginn
05.02.2007 08:35:38
Veislustjórinn hefur örugglega staðið sig með prýði og haft skikk á liðinu - vanur maður!
etta lagi Nína belginn
05.02.2007 19:21:14
Ekki amalegt að fá nöfnu :) Ég verð líka að segja að mér finnst hún heppin með nafngiftina - fallegt nafn sem hún fékk :)
etta lagi Sigurrós belginn