Rakel bloggar

 

Helgin

Úff - góður átdagur að baki! Fórum í afmæli til Tinnu frænku minnar en hún er orðin 4 ára. Spenningurinn eykst með hverjum deginum því nú veit Elmar að hann er næstur!

Við settum saman rúm fyrir hann sem var tilbúið í bílskúrnum og nú sofa drengirnir allir í sínu herbergi en Elmar er búinn að sofa inni hjá Sölva í tæpt ár. Helst myndu þeir allir vilja sofa í sama herbergi.......en sofnuðu þá kannski helst til seint að okkar mati.

Aron og Sölvi lesa nú öll kvöld, Sölvi klárar hverja bókina á fætur annarri og Aron er kominn langt með Eragon - væri kominn enn lengra ef það væri ekki "nördalegt" að lesa á daginn!! Sjálf er ég löt að lesa á kvöldin enda sjónvarpið mikill tímaþjófur og heldur manni föstum svo tímunum skiptir.

Framundan er svo vinnuvikan - fullt af prófum að fara yfir og skrá, foreldraviðtöl hjá eldri strákunum, kaffihúsaferð hjá saumaklúbbnum mínum og Henríettuklúbbur hjá mér á fimmtudagskvöldið, auk undirbúnings fyrir afmælisveislu hjá okkur á laugardag. Svo koma mamma og pabbi suður á föstudag til að vera á þorrablóti burtfluttra Patreksfirðinga/Rauðsendinga, en þar verður pabbi veislustjóri.

Svei mér þá ef þetta hljómar bara ekki eins og vika hjá Særúnu frænku!!! Wink


Leggja orš ķ belg
7 hafa lagt orš ķ belg
29.01.2007 22:41:42
jį svei mér žį ég held bara aš ég kannist viš svona.
Žetta lagši Sęrśn ķ belginn
31.01.2007 01:08:37
Hlakka mikiš til aš koma ķ Henrķettu-hittinginn :)
Žetta lagši Sigurrós ķ belginn
31.01.2007 13:15:44
Hvaš er eiginlega Henrķuettuklśbbur? Skżring óskast.
Kv. Dķsa forvitna
Žetta lagši Bryndķs ķ belginn
31.01.2007 17:27:57
..bara fyrir innvķgša..
Žetta lagši Marta Henrķetta ķ belginn
31.01.2007 17:51:38
Af žvķ aš allt sem hér er skrifaš er bara okkar į milli (var žaš ekki annars svoleišis meš žetta net?) žį eru Henrķetturnar einn saumaklśbburinn sem ég er ķ - žar sem ekkert er saumaš frekar en ķ flestum slķkum klśbbum.....
Žetta lagši Rakel Gušmundsdóttir ķ belginn
07.02.2007 14:46:19
Žaš minnir mig į fręnkuklśbbinn sem dó nįnast jafnhratt og hann varš til... žaš vęri nś gaman aš endurvekja hann žar sem žaš viršist vera oršiš eitthvaš svo langt į milli okkar allra ;)
Žetta lagši Bryndķs ķ belginn
08.02.2007 23:25:31
Žaš lķst mér vel į - į nś eftir aš sjį hann fręnda minn meš berum augum!! Leyfum honum aš heršast ašeins og kżlum svo į žaš!!
Žetta lagši Rakel Gušmundsdóttir ķ belginn