Rakel bloggar

 

PrĆ³f

Allt frá því að náinn ættingi minn svaraði því til á prófi (reyndar eitthvað innan við skólaaldur) að helsta auðkenni íslenska hundsins væri "pútel", hafa mér þótt svör barna við prófspurningum bæði spennandi og áhugaverð.

Kannski er þar á ferð sama kitlið og fær mig til að hlæja að saklausum óförum annarra, en þó alls ekki svo að ég vonist eftir röngum eða furðulegum svörum enda oft hreinlega tilbúin að gefa meira en rétt svar fyrir þau skemmtilegu!!

Skondnustu svörin koma nú oftast í lesfögunum þar sem auðvelt er að misskilja og mistúlka bæði spurningar og svör. Í dag var ég hins vegar að prófa nemendur mína í íslensku. Þar kom í ljós að gott er að vera þolinmóður og lesa spurningarnar til enda.

Eitt verkefnið var þannig að strika átti undir a.m.k. 10 nafnorð í stuttum texta. Einn nemandinn strikaði að því er mér fannst ótal lítil strik undir flest orðin í textanum........sem reyndust þó öll lenda undir stöfunum a, m og k!!! Laughing

Koma svo kollegar - ekki alltaf vera með svona loðin fyrirmæli!! Wink


Leggja orš ķ belg
1 hefur lagt orš ķ belg
23.01.2007 23:20:46
Brilliant! :)
Žetta lagši SigurrĆ³s ķ belginn