Rakel bloggar

 

Þar sem rykið á upptök sín

Ég hef komist að því hvar rykið á upptök sín.....og það sem verra er ...ég bý þar! Cry

Það er hreinlega eins og framleiðsla ryks á heimili okkar sé óstöðvandi og eftir því sem meira er moppað og hreinsað, þeim mun meiri verður framleiðslan - minnir meira á útskýringar á brjóstagjöf fremur en gólfhreinsun!!

Handryksugan og Skrattakollur, litli moppu-róbotinn sem við fengum í jólagjöf, hafa ekki við að fjarlægja óhroðann sem leggst hér um öll gólf um leið og maður hefur litið af gólfinu eftir þrifin!

Sá annað ryktæki auglýst í blöðunum á dögunum.  Það gleypir rykið áður en maður sér það. Skyldi það vera eitthvað fyrir mig?


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
22.01.2007 22:52:20
Láttu mig vita ef sú græja virkar, gæti hugsað mér að eiga eitt slíkt.
etta lagi Særún belginn
23.01.2007 08:32:48
Mér stóð alltaf hálfgerður stuggur af þessu sjóræningjaliði hjá þér - gott að það er farið!
Kveðja,
Nína
etta lagi Nína belginn