Rakel bloggar

 

Nýr hjálmur!

Eitt sem fylgir vorkomunni er það að reiðhjólin eru dregin fram og pússuð upp eftir veturinn. Sölvi fékk notað hjól að gjöf í fyrra frá frænda sínum, hæstánægður enda hjólið fjólublátt að lit - sem var einmitt uppáhaldsliturinn hans. Mömmunni fannst nú hjólið eitthvað dapurlegt á að líta þegar það kom aftur út úr bílskúrnum núna um daginn sérstaklega við hlið nýja hjólsins sem vinur hans hafði fengið frá sínum foreldrum. Ég ákvað því að drengurinn skyldi þó allavega fá nýjan og góðan hjálm til að leysa þann gamla og barnalega af hólmi. Þegar þarna var komið hafði sonurinn þó hvorki kvartað yfir barnalegum hjálmi né gömlu hjóli. Ég stormaði inn í eina af dýrari hjólabúðum landsins sem hafði nýlega auglýst þúsundkróna afslátt af hjálmum. Afsláttardagarnir reyndust auðvitað liðnir, en mamman keypti hjálminn þrátt fyrir það því ekkert er of gott fyrir svona nægjusamt barn! Hvað er 4000 kall á milli vina!

Það var glaður drengur sem kom á móti mér í gæslunni í skólanum þennan sama dag. Sjáðu mamma, mennirnir í Kíwanis voru að gefa okkur öllum nýja hjálma!!!!! Um leið og ég sá alla hjálmana mundi ég það! Það var í 6 ára bekk sem börnin fá hjálmana gefins!!!

Núna á Sölvi 2 hjálma, þetta er fínt mamma, gott að eiga þennan ef ég týni hinum!!!


Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
05.05.2006 23:21:20
Þessi saga er algjör snilld. Alltaf gott að eiga góða hjálma.
etta lagi Særún Ármannsdóttir belginn