Rakel bloggar

 

Bíóferð

Við hjónin höfum ekki farið saman í bíó mjög lengi. Reyndum að rifja það upp og teljum okkur muna eftir að hafa séð "Saving private Ryan" á sínum tíma og svo "Litlu ljótu lirfuna" með strákunum fyrir einhverjum árum síðan.

Við gerðum bragarbót á því í gærkvöldi, því Elmar gisti hjá ömmu sinni og Sölvi og Aron gátu verið einir heima.

Myndin sem varð fyrir valinu var "Flags of our fathers", Eastwoodmyndina sem tekin er að miklum hluta hér á Íslandi - og er með álíka subbulegum stríðssenum og síðasta mynd sem við sáum saman - mjög rómantískt!!

Fyndið að hugsa til þess að fyrir ekki svo mörgum árum sá maður allar helstu myndirnar sem sýndar voru og stóð í röðum til að fá miða á fystu sýningardögunum. Núna var ég svo fegin að unglingarnir sem höfðu hátt í miðasölunni voru ekki að fara á sömu mynd og við, og að nóg pláss var í salnum svo enginn þurfti að anda ofan í hálsmálið á manni á meðan á sýningu stóð.

Hins vegar munaði engu að ég tæki sessu með fyrir Þránd við innganginn......... Laughing


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
16.01.2007 23:44:35
Agalegt að heyra þetta með mannekluna, þó ýmislegt hafi gengið á hjá mér þennan veturinn þá hef ég ekki sent eitt einasta barn heim en kannski hefði ég þurft þess á einhverjum tímapunkti í haust. Gangi ykkur vel að finna lausnir.
etta lagi Særún belginn
17.01.2007 21:43:24
Ha, ha, sé Þránd fyrir mér á sessunni. Hefði ekki viljað sitja fyrir aftan hann.
Sjáumst í afmæli!
etta lagi Unnur belginn
19.01.2007 23:51:09
Sjáumst vonandi á morgun
etta lagi Særún belginn