Rakel bloggar

 

Helgin brátt að baki

Þá er kominn sunnudagskvöld og vikan framundan. Elmar rauk upp í hita í gærkvöldi, sofnaði fyrir kvöldmat og vaknaði ekki fyrr en hálf níu í morgun. Var hitalaus þá og nokkuð hress þannig að við héldum að þetta hefði sloppið fyrir horn - en þegar hann fór að sofa var hann kominn með hita aftur, svo mér sýnist vikan ætla að byrja illa....og versna svo.

Ástandið á Garðaborg er nefnilega þannig að börnin þurfa að skiptast á að vera heima vegna manneklu og á þriðjudaginn er komið að okkur að finna aðra lausn á gæslu drengsins. Tengdamamma ætlar að passa hann - ef veikindi setja ekki strik í reikninginn.

Sjálfur var hann á nálum um að hitinn væri það mikill að hann gæti ekki farið til ömmu sinnar, taldi þó líklegt að vera með of mikinn hita til að fara á leikskólann! Snemma byrjar það!


Leggja or belg
Enginn hefur lagt or belg!