Rakel bloggar

 

Fyrsta æfingin hjá Fúla Múla....

Elmar Logi fór á sína fyrstu knattspyrnuæfingu í dag. Eitthvað hafði þetta komið til tals í jólafríinu að nú yrði ekki skorast undan lengur þar sem fer að styttast í 4 ára afmæli drengsins....og venjulegt fólk löngu farið að mæta með sín kríli á æfingar hjá Víkingi á þeim aldri.

Hann var logandi spenntur þegar kom að æfingunni og talaði fjálglega um að "skora mörk" og "harka sig"  ef hann myndi "meiðast".  Ef hann fengi boltann sig ætlaði hann líka að harka sig.

Það gekk ekki átakalaust að komast út úr dyrunum. Legghlífarnar sem hann hafði einhverntíma eignast fundust ekki og svo vildi hann auðvitað fara í nýju skónum sem verið var að kaupa fyrir sumarið (vel við vöxt), allt þurfti þetta tiltal og þolinmæði sem foreldrar eiga ekkert alltaf eftir fyrir sín eigin börn ef þeir vinna við að tala annarra manna börn til!

Við mættum á síðustu stundu og þegar við komum inn í salinn fór heldur betur að sljákka í þeim stutta. Svo fór eins og okkur reyndar grunaði að hann neitaði alfarið að taka þátt, á þeirri forsendu að þetta "væri ekki gerfigras"!!!!

Sölvi hafði komið með til að horfa á og varð fyrir miklum vonbrigðum. Í lokin teymdi hann svo bróður sinn í röðina til að taka þátt í að labba út úr salnum - sem er, að því er mér skilst, bara nokkuð stórt skref fyrir þessa stubba. Laughing

Já hann Fúli Múli fer sínar eigin leiðir!


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
09.01.2007 23:57:46
Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu :) Fúli Múli verður örugglega farinn að tækla og skora mörk með hjólhestaspyrnu fyrr en varir!
etta lagi Sigurrós belginn
10.01.2007 18:39:06
Maður að mínu skapi, ég mundi sko líka neita að taka þátt!!
etta lagi Marta belginn