Rakel bloggar

 

Karips of the pianó!

Sá minnsti á mínu heimili er á góðri leið með að verða "barnið sem flýtur með og fær því að fylgjast með því sem ekki má"!

Fékk það á tilfinninguna eftir jólafríið því hann hefur smitast af áhuga miðjudrengsins á Pirates of the Caribbean! Myndin var sýnd í sjónvarpinu og sá stutti fylgdist með af meiri áhuga en hann hefur sýnt nokkurri teiknimynd !

Í kvöld tókum við eftir því að hann reynir að gjóa augunum eins og hann getur á sjónvarpið ef merkið breytist í rautt, ólíkt eldri bræðrunum sem hafa skotist eins og eldingar frá skjánum við sömu aðstæður.

Nú þurfum við að taka á honum stóra okkar í uppeldinu og sýna styrk, hæfni og stöðugleika!

Horfðum aftur á áramótaskaupið í kvöld og ég fer ekki ofan af því að það er miklu fyndnara að hlusta á Gunnstein frænda og vinnufélagana leika það - heldur en að horfa á það í sjónvarpinu!!

Áramótaskaupið var ekki með rauðu merki en stubburinn minn horfði samt á og tileinkaði sér eitt strax og hermir eftir í tíma og ótíma:"á ég að berja þig!" Wink


Leggja or belg
6 hafa lagt or belg
07.01.2007 14:45:30
Alltaf gaman ef einhver kvittar eftir lesturinn!!
etta lagi Rakel Guðmundsdóttir belginn
07.01.2007 17:46:56
Flott nýja lúkkið á síðunni - ég sé að þú ert komin í sjóræningjafílinginn ásamt sonunum ;)
etta lagi Sigurrós belginn
07.01.2007 23:18:31
úllalala flott útlit ég sé að ég er voða venjuleg
etta lagi Særún belginn
08.01.2007 00:47:38
sumum fannst líka góð setningin: Lömuð í fótunum...harðdugleg í kjaftinum ! og þegar 7 ára guttar leika þetta af innlifun er þetta bráðfyndið !!
etta lagi Kristín Ármanns belginn
08.01.2007 14:20:24
..vá, mar verður bara hræddur við allar hauskúpurnar...
etta lagi Marta belginn
08.01.2007 23:18:04
Ætlaði að kíkja á myndirnar en ég er með svona gamaldags hægvirka tengingu að ég gafst upp á að bíða eftir þeim. Þarf að fara að gera eitthvað í þessu.
etta lagi JH belginn