Rakel bloggar

 

Netleysi.....en samt gleðilegt ár.

Hef verið í brasi með netsambandið hjá mér síðan fyrir jólin........það dettur inn og út....er hefur þó aðallega verið úti!

Hefur þó ekki truflað hefðbundið jólahald mikið, gátum snúið sólarhringnum við án hjálpar frá netinu....

Pabbi og mamma komu til okkar þann 21. des. en mamma fór til Gíneu á jóladag ásamt kennurum úr tónlistarskólanum fyrir norðan. Við höfum ekkert heyrt frá þeim síðan þær voru í París, en við stöndum í þeirri meiningu að þær séu að læra afríska dansa þarna suðurfrá! Komumst að því þann 10. jan. en þá koma þær aftur heim!

Áramótin voru fjörug að venju - mikið sprengt og púðrað.... þó ekkert mikið meira en aðrir í borginni. Rebekka, Reynir, Sverrir, Igga og börn voru hjá okkur auk pabba.

Í dag kom ég svo við hjá ömmu Þuru en hún varð 84 ára í dag.

Fyrsti kennsludagurinn á morgun! Vorönnin byrjuð..........Laughing


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
04.01.2007 08:38:04
Bestu nýárskveðjur til ykkar allra - og alveg sérstaklega til pabba þíns! Það er von á nýju efni á ættarsíðuna okkar alveg á næstunni, þegar við Guðmundur gefum okkur tíma til að vinna í því - það tengist grúskinu mínu undanfarið.
Nína
Þetta lagði JH í belginn
04.01.2007 19:26:11
Já gleðilegt ár Jónína! Bíðum spennt og fylgjumst með á ættarsíðunni.
Þetta lagði Rakel Guðmundsdóttir í belginn
05.01.2007 00:08:27
gleðilegt ár og takk fyrir gamla árið. Hlakka til að fá þig/ykkur í heimsókn!!!
Þetta lagði Særún í belginn
05.01.2007 21:49:11
Velkomin aftur! :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn