Rakel bloggar

 

Af kartöflum og öðrum gjöfum...

Elmar fékk kartöflu í skóinn fyrir stuttu. Hann hafði verið ódæll daginn áður og við höfðum lengi haft það á orði að nú fengi hann örugglega kartöflu í skóinn.

Ég hef fyrir því öruggar heimildir að jólasveinarnir þinguðu um málið og sá sem var mest kúl tól af skarið.

Morguninn eftir vaknaði Elmar og skreið upp í hjá mér. Ég spurði hvað hann hefði fengið í skóinn og þá spratt hann upp með mikilli eftirvæntingu því hann hafði gleymt að gá.

Ég hélt fyrir eyrun í smástund en tók svo puttana varlega út - en heyrði ekki neitt. Stuttu síðar sá ég hann læðast upp á efri hæðina. Svo kom hann sallarólegur niður aftur og lagðist við hliðina á mér. Ég spurði þá hvað hann hefði fengið. Þá sagði hann "ég segi þér það seinna".

Hegðunin batnaði svo næsta dag fékk hann sleikjó og töggur í skóinn. Hann smakkaði á öllu en líkaði ekkert sérstaklega vel. Eftir að hafa fleygt sleikipinnanum hálfkláruðum og gefið mér töggurnar brosti hann samt út að eyrum og sagði "nú voru þeir hissa á mér jólasveinarnir"! "Nú þykir þeim aftur vænt um mig! Wink


Leggja or belg
4 hafa lagt or belg
18.12.2006 22:22:41
Allt er gott sem endar vel ;)
etta lagi Sigurrós belginn
19.12.2006 00:14:48
Þarf að fara að hitta þennan Elmar.. held að hann sé algjör megakrútt (eins og reyndar mamman!)
etta lagi Marta belginn
19.12.2006 22:52:39
svo kunna þau líka að galdra kartöflur í bolta ef þannig liggur á þeim og eru bara ánægð með það
etta lagi Særún belginn
23.12.2006 00:49:46
Hehe, hann er skondinn sá stutti... ég frétti um einn peyja sem var hæstánægður með sína kartöflu og bað mömmu sína um að sjóða hana ;)
etta lagi Bryndís belginn