Rakel bloggar

 

Jólasnjór að vori

Það var ekki laust við að það rynnu á mig tvær grímur þegar ég leit út um gluggann í morgun. Í þetta sinn voru það ekki skógarþrestirnir sem vöktu áhuga minn, heldur dúnmjúkur "jólasnjórinn" sem huldi allt, þar með talin nýtilhöfð gróðurbeðin mín! Ég hafði þó meiri áhyggjur af því hvort ég kæmist í skólann á sumardekkjunum og heyrði í huganaum samtal mitt við Elínu ritara þegar ég segði henni að ég kæmist ekki til vinnu í dag vegna ófærðar!! Svona er nú lífið á Íslandi! Strax um hádegi voru nemendur mínir búnir að tæta af sér bæði úlpur og galla og hlupu léttklæddir um allt!


Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
24.04.2006 09:44:07
Sæl frænka, þú varst ekki sú eina sem hafðir áhyggjur af sumardekkjum í snjónum í gærmorgun, hehe..... ég sem hélt að vorið væri komið. Ég þarf endilega að gefa mér tíma til að kíkja til þín í sumarblíðuna þarna í Fossvogsdalnum, við í sveitinni þurfum að bíða aðeins lengur eftir sumrinu.
Kv. Bryndís (Dísa í netheimum ;))
etta lagi Bryndís belginn