Rakel bloggar

 

Nóg að gera!!

Það er nóg að gera hjá okkur eins og endranær! Var að líta á dagatalið og átta mig á því að ef ég á að sækja alla viðburði hjá börnunum mínum sem eru á vinnutíma þarf ég að taka mér tvisvar sinnum frí í vinnu í vikunni - tveir slíkir viðburðir eru búnir að vera á síðustu tveimur vikum líka!!

Á laugardaginn var árlegt jólaföndur í skóla drengjanna og þar sem Aron er í 7. bekk var okkur úthlutað að vinna við vöfflusölu sem er fjáröflun elstu krakkanna. Sjálfur var Aron fenginn til að keppa með eldri strákum og gat ekki mætt - svo ég fór í staðinn! Salan gekk vel - baksturinn hefði mátt ganga betur - sjálf var ég meira í að fá krakkana til að búa til auglýsingar og hengja upp víðsvegar um skólann.

Svo fórum við Sölvi auðvitað í föndrið og hann fékk að velja sér keramik styttu til að mála - lukkulegur með það.

Við hjónin keyrðum svo strákana til ömmu sinnar vegna árlegs jólahlaðborðs hjá Hornafjarðarklúbbnum okkar. Að þessu sinni hittumst við á Selfossi og gistum á hótelinu þar.

Maturinn var nú ekki sá besti sem við höfum fengið og þegar kom að eftirréttaborðinu var aðkoman nánast brosleg! Enginn virtist eiga að sjá um að hreinsa eða bæta á svo þetta var eins og skæðadrífa af litlum molum út um allt!

Hvað um það við vorum allavega ekki svöng og það sem bætti nú allt var gott skemmtisjóv Guðrúnar Árnýjar og Soffíu sem eru syngjandi systur og dætur Auðar samstarfskonu minnar.

Samkoman sjálf var reyndar svolítið furðuleg - enda máttu þær systur hreinlega flýja upp á svið í einu laginu - undan æstum Pólverjum sem vildu ólmir vera með í atriðinu!

Umræddir menn þreyttust svo ekkert á því að angra kvenfólkið í salnum þó liði á nóttina og gengu um til að fá konur í dans...einn tók meira að segja Siggu upp með stólnum og öllu saman!!

::::Hvernig vissi ég að þetta voru Pólverjar? Spaugstofan er nú löngu búin að kenna manni það, ekki satt! Polski, na? Laughing


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
03.12.2006 23:30:57
Tak, djin dobri. Jeden pivo!
Þeir eru svo auðþekktir þessir pólsku!?
Erum samt ekki sátt hér í Þorlákshöfn að hafa ekki verið beðin að passa.....seríumanninn okkar.
etta lagi rebekka belginn
04.12.2006 00:10:21
Skandall að Selfoss skuli ekki standa sig betur í hlaðborðabransanum! Skyldi mamma vita af þessu? ;)
etta lagi Sigurrós belginn