Rakel bloggar

 

Eitt tekur við af öðru..

Sýningin okkar á Mjallhvíti og dvergunum níu tókst mjög vel og allir voru kátir og glaðir í eltingarleiknum á eftir. Það verður alltaf spennufall eftir frumsýningu en ein stúlkan sagðist í morgun ætla að biðja Sigríði um að sýna oftar en einu sinni ... henni fannst eiginlega leiðinlegt að þetta var búið!

Aron er búinn að vera með ælupest í dag og nú eru allir fingur krosslagðir á heimilinu því ef það er einhver veiki sem ég höndla illa þá er það gubban!

Enn sem komið er hefur enginn annar kvartað...sjálf sé ég til, mér er oftast bara bumbult við tilhugsunina eina!!!

Elmar mætti ásamt skólafélögunum með snjóþotu á leikskólann, þau fundu svo brekku í Fossvoginum og skemmtu sér konunglega. Eins gott - ekki víst að þau fái mörg tækifæri í vetur!!

Er á leiðinni í perlusaumaklúbb til Snædísar vinkonu í kvöld, meira um það síðar!Wink


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
04.12.2006 00:15:02
Jaa... ef við ætlum að hafa fleiri sýningar þá þurfum við alla vega sterkari tjullpils, svo mikið er víst ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn