Rakel bloggar

 

Vorverkin

Við notuðum gærdaginn til að gera vorverkin í garðinum auk þess sem sumardekkin voru sett undir bílinn. Dásamlegt veður í Fossvoginum, sól og hiti á pallinum, þannig að mann langaði mest að spúla garðsettið og taka skrefið til fulls. Það er ekki ofsögum sagt að sumarið er tveimur mánuðum lengra hér en á mörgum öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu! Ég stóðst þó mátið og lét mér nægja að krukka í moldina og fríska upp á útlit beðanna. Þrestirnir voru fljótir að renna á lyktina og þeir eru greinilega svangir því þeir bókstaflega eltu hendurnar á mér í moldinni. Örlítill "Hitskokk fílingur" gerði vart við sig, en hann vék strax eftir að hafa horft beint í augun á vesalings fuglinum sem var bara að bíða eftir ánamöðkum! Hver veit nema hann komi seinna og verpi í blómahengið mitt eins og gerðist í fyrra.
Hvað um það, vorverkunum er lokið!  Núna dynur haglélið á gluggunum hjá mér, á milli þess sem sólin skín á beðin!
 
Gleðilegt sumar!

Leggja orš ķ belg
Enginn hefur lagt orš ķ belg!