Rakel bloggar

 

Allt reddí á degi íslenskrar tungu...

Jæja þá eru nýju speglarnir loksins komnir upp. Auðvitað var starfskrafturinn dýri alveg fullkomlega starfi sínu vaxinn og svoleiðis með réttu græjurnar að ekkert fór úrskeiðis. Á meðan hann var að vinna voru hér sömuleiðis tveir menn að tengja ljósleiðarabúnaðinn í húsinu, svo það var þröngt á þingi. Það þurfti að slá út rafmagninu þegar ljósin voru sett upp og þá var ljósleiðaragengið í myrkrinu inni í geymslu á meðan - allt fór þetta þó vel að lokum! Nú er mjög auðvelt að sjá misfellur og bólur í andliti heimilismanna og ólíklegra en áður að við förum út með matarklessurnar framan á peysunum okkar. Höfum þó í huga að enn er ógreiddur reikningurinn.....fyrir þriggja tíma vinnu plús akstur!! Elmar er farinn til að gista hjá ömmu sinni í nótt því það er skipulagsdagur á Garðaborg á morgun. Hann var hæstánægður og huggaði mig með þeim orðum að hann kæmi nú aftur á morgun. Þá verðum við laus við morgunhvæsið frá honum í fyrramálið......

Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
16.11.2006 23:55:04
núnú, er spegillinn fíni þá ekki svo fínn að þið séuð bólu-, hrukku- og blettalaus í honum? Erðanú prang..
Þetta lagði Marta í belginn
17.11.2006 18:04:26
Var sko pent látin vita að þetta væri alls ekki dýr spegill....þeir væru nefnilega til á 80.000!!! Það eru ábyggilega þeir sem eru hrukku pg bólulausir......
Þetta lagði Rakel Guðmundsdóttir í belginn
17.11.2006 21:19:42
Ég segi eins og Megas. þetta kostar "böns of monní".
Þetta lagði GHF í belginn